Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

IBBY 2023 Smásaga

[featured_image]
IBBY 2023 - Smásaga 2023
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 261
  • File Size 48.00 KB
  • File Count 1
  • Create Date 4. apríl, 2023
  • Last Updated 15. apríl, 2023

IBBY 2023 Smásaga

IBBY á Íslandi fagnar Degi barnabókarinnar 2023 með smásögunni Fjársjóður ömmu Gógóar eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Sagan verður frumflutt samtímis á Rás 1 fyrir alla grunnskólanema landsins í stærstu sögustund ársins fimmtudaginn 13. apríl 2023, kl. 9.05.

Fjársjóður ömmu Gógóar er fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og er þetta í þrettánda sinn sem félagið fagnar deginum með þessum hætti. Arndís Þórarinsdóttir er einn af okkar ástsælustu barnabókahöfundum. Barnabækur eftir hana eru meðal annars bókaflokkurinn um Nærbuxnaverksmiðjuna og Blokkin á heimsenda sem hún skrifaði ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Blokkin á heimsenda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 í flokki barna-og ungmennabóka og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttir. Nýjasta bók hennar er Kollhnís sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 í flokki barna- og ungmennabóka, Fjöruverðlaunin 2023 í sama flokki og er tilnefnd til barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Sagan verður lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri og er verkefnið hluti af þeirri hugsjón félagsins að lestraráhugi og lestrarfærni fáist fyrst og fremst með því að færa ungum lesendum vandaðar og spennandi sögur.

Comments are Closed