Gilitrutt
- Version
- Download 390
- File Size 20.00 KB
- File Count 1
- Create Date 22. september, 2017
- Last Updated 15. apríl, 2018
Gilitrutt
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Gilitrutt er unnið með stafrófið af kvenmannsnöfnum (sérnöfnum) sem tilvalið er að fallbeygja einnig í stílabók. Nemendur reyna sig við minni útgáfur af krossorðaglímum þar sem skráð eru orð í sögunni sem ýmist byrja eða enda á bókstöfum í nafninu Gilitrutt. Ef þarf má leita fanga víðar við lausn verkefnisins, t.d. í fleiri þjóðsögutexta á heimasíðu samstarfsaðila. Sérhljóðar og samhljóðar eru skoðaðir og hér þurfa nemendur einnig að rýna í textann í leit að orðum. Sömu sögu er að segja í síðasta verkefninu þar sem unnið er með textann í leit að tvöföldum samhljóðum (bb, dd, ff, gg, kk, ll, mm, nn, pp, rr, ss og tt).
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.
Comments are Closed