Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Fótboltalestur

[featured_image]
Fótboltalestur - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 701
  • File Size 1.63 MB
  • File Count 1
  • Create Date 20. júní, 2018
  • Last Updated 21. júní, 2018

Fótboltalestur

Leiðbeiningar áður en lestur hefst:
Veldu fjóra af þínum uppáhaldsfótboltamönnum eða -konum, og skráðu númerin þeirra í stafrænu klukkureitina. Skráðu nöfnin þeirra undir númerin og litaðu treyjurnar í fjórum mismunandi litum. Þegar þú lest til heiðurs einhverju af þínu uppáhaldsíþróttafólki þá lestu jafnmargar blaðsíður og treyjunúmerin segja til um, og litar einn bolta í sama lit. Dæmi: Þú valdir Margréti Láru Viðarsdóttur/Birki Bjarnason á fyrsta bolinn, gerir töluna 8 í stafræna reitinn og ákveður að hafa treyjuna bláa. Ef þú ætlar að lesa þessari manneskju til heiðurs klárar þú 8 blaðsíður og litar einn bolta bláan. Ef þú lest 16 blaðsíður litar þú tvo bolta bláa. Á næstu treyju valdir þú Hallberu Guðnýju Gísladóttur/Alfreð Finnbogason og skráir því töluna 11. Þú valdir rauðan lit á treyjuna og litar einn bolta rauðan í hvert sinn sem þú lest 11 blaðsíður (2 boltar =22 bls., 3 boltar =33 bls. o.s.frv.). Þú klárar svo að velja íþróttafólk á seinni tvo bolina og byrjar lestrarsprettinn. Góða lestrarskemmtun og ÁFRAM ÍSLAND!

Comments are Closed