Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Ljósaseríuklúbburinn – Skipulagsgögn

Skipulagsgögnin samanstanda af forsíðu, kjalmiða og baksíðu, og eru hugsuð fyrir lausblaðamöppur með forsíðuvösum. Kjalmiðarnir eru í stærðunum 34 mm, 37 mm, 44 mm og 60 mm. Auðvelt er að mjókka breiðari kjalmiðana í minni stærðir. Í möppuna er tilvalið að setja eftirfarandi gögn:

  • Þátttökuskjölin, A5 bæklingar sem nemendur líma myndir af litlum bókarkápum í.
  • Arkirnar með myndum af litlum bókarkápum, nemendur fá eintak af bókarkápu eftir lestur viðkomandi bókar og líma inn í þátttökuheftið sitt.
  • 10 daga, 20 daga og 30 daga lestrarsprettina.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja skipulagsgögnin á PDF formi. Settu forsíðu og baksíðu í þar til gerða plastvasa á lausblaðamöppunni og klipptu hentuga stærð af kjalmiða út.