Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

30 daga sprettur Ljósaseríunnar

Nemendur lesa í 30 daga og skrá fjölda lesinna blaðsíðna í súlurit. Kvarði y-ássins er 100, lesi barn fleiri en 100 blaðsíður á dag litar það alla súluna og skráir svo fjöldann fyrir ofan hana. Tilvalið er að skrá alltaf fjölda lesinna blaðsíðna fyrir ofan súlurnar því í lok sprettsins tekur lesandinn heildarfjöldan saman.

Í 30 daga spretti er gert ráð fyrir að lesið sé samfellt í 30 daga en einnig má setja sér markmið og lesa 30 daga yfir lengra tímabil t.d. á sex eða átta vikum, yfir önn eða jafnvel í sumarfríinu. Á baksíðunni halda börnin lestrarbókhald og skrá dagsetninguna sem þau byrja lestur nýrrar bókar, skrá titil hennar og nafn höfundar, blaðsíðufjöldann og gefa henni loks umsögn í formi broskalls.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi og prentaðu beggja vegna á blaðið.

20 daga sprettur Ljósaseríunnar

Nemendur lesa í 20 daga og skrá fjölda lesinna mínútna með litaskráningu. Þau hanna litaskráningarkerfið sjálf í byrjun með því að lita 12 litla reiti í mismunandi litum. Undir reitunum er gefinn upp ákveðinn fjöldi mínútna. Börnin taka tímann meðan lesið er og lita svo stóru reitina með hliðsjón af litaskráningarkerfinu ofar í skjalinu. Dæmi: Barn litar fyrsta litla reitinn fjólubláan og næsta reit gulan. Þá daga sem barnið les í 5 mínútur litar það stóran reit fjólubláan, þá daga sem barnið les í 10 mínútur litar það stóran reit gulan o.s.frv.

Í 20 daga spretti er gert ráð fyrir að lesið sé samfellt í 20 daga en einnig má setja sér markmið og lesa 20 daga yfir lengra tímabil t.d. á fjórum vikum eða yfir mánuðinn. Á baksíðunni halda börnin lestrarbókhald og skrá dagsetninguna sem þau byrja lestur nýrrar bókar, skrá titil hennar og nafn höfundar, blaðsíðufjöldann og gefa henni loks umsögn í formi broskalls.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi og prentaðu beggja vegna á blaðið.

10 daga sprettur Ljósaseríunnar

Nemendur lesa í 10 daga og skrá annars vegar fjölda lesinna mínútna inn í 100-töflurnar og hins vegar dagsetningu þeirra daga sem lesið er. Í 10 daga spretti er gert ráð fyrir að lesið sé samfellt í 10 daga en einnig má setja sér markmið og lesa 10 daga yfir ákveðið tímabil t.d. á tveimur vikum eða í jólafríinu. Á baksíðunni halda börnin lestrarbókhald og skrá dagsetninguna sem þau byrja lestur nýrrar bókar, skrá titil hennar og nafn höfundar, blaðsíðufjöldann og gefa henni loks umsögn í formi broskalls.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi og prentaðu beggja vegna á blaðið.