Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Þetta reddast! – Jólasveinaskífa

Jólasveinaskífan er með jólasveinunum þrettán í þeirri röð sem þeir koma til byggða ásamt dagsetningunum. Nemendur klippa skífurnar út og festa saman með splitti. Á skjölunum eru einnig merkimiðar til að æfa skrift (Til og Frá) en einnig bókamerki með jólasveinunum.

Skjölin eru fjögur, tvö blöð innihalda skífuna sjálfa en tvö eru með jólamunstri þar sem gert er ráð fyrir að prentað sé beggja vegna á þau. Gott er að plasta skjölin áður en þeim er dreift til nemenda til að lengja líftíma jólasveinaskífunnar og bókamerkisins. Þá er gott að nota permanent tússpenna þegar skrifað er á merkimiðana.

Neðri skífuna má einnig nota í tölfræðivinnu með nemendum. Þá er blýantsoddi tyllt í gegnum bréfaklemmu og komið fyrir í miðju skífunnar. Bréfaklemmunni er þeytt í 50 hringi og skráð hvar hún lendir. Niðurstöðurnar eru settar inn í Jólatíðnitöfluna og Sveinasúluritið. Áður en tölfræðivinnan hefst skrifa nemendur nöfn jólasveinanna í tíðnitöfluna.