10 daga sprettur Ljósaseríunnar
Nemendur lesa í 10 daga og skrá annars vegar fjölda lesinna mínútna inn í 100-töflurnar og hins vegar dagsetningu þeirra daga sem lesið er. Í 10 daga spretti er gert ráð fyrir að lesið sé samfellt í 10 daga en einnig má setja sér markmið og lesa 10 daga yfir ákveðið tímabil t.d. á tveimur vikum eða í jólafríinu. Á baksíðunni halda börnin lestrarbókhald og skrá dagsetninguna sem þau byrja lestur nýrrar bókar, skrá titil hennar og nafn höfundar, blaðsíðufjöldann og gefa henni loks umsögn í formi broskalls.
Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi og prentaðu beggja vegna á blaðið.