Maílestur í lit
- Version
- Download 194
- File Size 4.07 MB
- File Count 1
- Create Date 26. apríl, 2016
- Last Updated 26. október, 2016
Maílestur í lit
Þá er komið að næstsíðasta lestrarheftinu í þessum flokki, skólaárið farið að styttast allverulega í annan endann og sumarfríið á næsta leiti. Í maíheftinu er litið um öxl, lestur vetrarins settur upp í súlurit á sama tíma og horft er fram á við og skorað á nemendur að taka 100 bóka lestrarátak. Skilafrestur er 1. desember og vegleg óvissuverðlaun í boði. Lestrarhestar geta hvílt sig ögn og reynt við orðamyllu eða útbúið sína eigin bókasúpu samhliða því að rýna í ólíkar skapgerðir í persónusköpun. Alþjóðadagur fjölskyldunnar er 15. maí og hvað er þá meira við hæfi en að rifja upp húslesturinn og baðstofubókmenntirnar sem Íslendingar hafa dundað sér við öld fram af öldum? Gleðilegt sumar og takk fyrir lestrarveturinn. Heftið er í boði H-Berg sem framleiðir margvíslegt heilsugóðgæti. Það er ekki vitlaust hugmynd að gera sér dagamun og setjast út í sumarblíðuna með þurrkaða ávexti, hnetur og annað lestrarfóður frá þeim.
Myndaskrá:
Bókargrunnur: http://image005.flaticon.com/28/png/512/33/33490.png
Yoda: http://silhouettesfree.com/movies/star-wars/yoda-silhouette-image.png
Comments are Closed