Kjörbókarverkefnið má vinna á hefðbundinn hátt þar sem nemendur fylgjast að í lestrinum og leysa vikuleg verkefni. Einnig má setja þetta upp sem stöðvavinnu í íslenskutímum þar sem hvert og eitt barn les og vinnur á sínum hraða yfir veturinn.
Með hverjum kafla fylgir klippiverkefni ásamt fyrirmælum og markmiðið er að þjálfa fínhreyfingar og sjálfstæð vinnubrögð. Kennari prentar eintak og fjölfaldar fyrir bekkinn. Gert er ráð fyrir að nemendur noti heila opnu stílabókar við lausn hvers verkefnis.
Áður en lesturinn hefst undirbúa nemendur sig með því að merkja stílabækurnar, líma Verkefnayfirlit á innanverða kápuna og Forsíðu á fremstu auðu síðuna. Fyrsta verkefnið, Bókarformið, er svo kveikjan að þeim vinnubrögðum sem framundan eru.
Kennsluleiðbeiningar fylgja hverjum kafla sem kjörið er að safna saman, ásamt öðrum gögnum, í eina möppu. Í þeim eru ýmsar hugmyndir að ítarefni og leiðum til að dýpka umræðuna hverju sinni. Forsíðu, baksíðu og kjalmiða fyrir Safnmöppuna má finna í fylgigögnum.
Námsefnið verður í vinnslu og prufukennslu veturinn 2024-25 og áætlað er ljúka vinnunni á vorönn með Ratleik upp úr tvíleiknum um Heim framtíðar. Ratleikurinn verður nokkurs konar upprifun úr efninu og mætti jafnframt nýta til námsmats.