Haustið 2014 hófu Vefrit Kennarans göngu sína. Vefritið kemur reglulega út yfir skólamánuðina og hefur að geyma ýmsan fróðleik, verkefni, æfingar og skipulagsgögn fyrir nemendur, foreldra, kennara og starfsfólk skóla.
Vefritið er vistað á vefnum Issuu.com og þar er hægt að fletta blöðum og prenta út á PDF formi. Jafnframt er hægt að nálgast Vefritin á facebook hópnum Vefrit Kennarans. Hvert rit kemur út í lit og svarthvítu og hefur ákveðið yfirþema. Allar ábendingar um efni eru vel þegnar á netfangið kennarinn123@gmail.com.
1. tbl. ágúst 2014 – Kennsluskipulag
2. tbl. september 2014 – Litir
3. tbl. október 2014 – Lestur
4. tbl. nóvember 2014 – Endurvinnsla
5. tbl. desember 2014 – Jólahald
6. tbl. janúar 2015 – Hafið