Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Strandaglópar!

Strandaglópar! er sannsöguleg og skemmtileg saga sem fjallar um Ævar, afa höfundarins Ævars Þórs Benediktssonar, og hrakfarir hans á eldfjallaeyjunni Surtsey. Hún fjallar líka um heppni, óheppni, úthald, þrautseigju, óskastundir og galdrasekúndur. Bókin er gullfallega myndskreytt af Anne Wilson með skírskotun í íslensku fjöllin, tröllin, ævintýralega litasamsetningu og landslag.

Verkefnaheftið við bókina er fjölbreytt og samanstendur af forsíðu, 12 verkefnum, námsmati og fylgiskjali með klippiverkefni. Ýmis bókmenntahugtök eru kynnt til leiks eins og sögupersóna, sögusvið og tímaröð, áhersla er einnig lögð á lesskilning, hugtakaskilning, liti, form og munstur, nafnorð, sagnorð og lýsingarorð svo fátt eitt sé nefnt. 

Leiðirnar eru sömuleiðis fjölbreyttar og fá nemendur að glíma við bókarannsókn, dulmálsverkefni, krossgátu, orðasúpu, fjölvalsspurningar, tengiverkefni, teningaspil og ýmislegt fleira.

Námsefnið er styrkt af Forlaginu.

Sýnishorn

Smelltu á hnapp til að sækja efnið

Tengt efni