Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Samfélagssyrpan

Markmið með samfélagssyrpunni er að safna saman margvíslegum fróðleik um innviði og sögu íslensks samfélags í samstarfi við fyrirtæki, félög og stofnanir í landinu. Uppbygging námsefnisflokksins byggist á fjárframlögum og styrkjum frá þeim sem láta sig málaflokkinn varða.

Námsefnið er frítt til útprentunar að vanda og gaman að kynna fyrsta heftið til leiks þann 9. október 2019 á Degi frímerkisins, en efnið er styrkt af Frímerkja- og póstsögusjóði.

Smellið á myndirnar til að sækja efnið.

 

Frímerkjaheftið er skemmtileg samantekt um ýmislegt sem tengist frímerkjum frá stofnun lýðveldisins til aldamóta. Póststimplar, skildingamerki, hátíðarmerki, póstburðargjöld og margt fleira er skoðað og samþætt við íslensku og stærðfræði sem dæmi. Efnið er hugsað fyrir miðstig.