Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Safnasyrpan

 

 

Safnasyrpa Kennarans er nýtt og áhugavert frímeti fyrir miðstig grunnskóla. Markmið Safnasyrpunnar er að byggja upp verkefnasafn fyrir kennara að leita í, í tengslum við vettvangsferðir eða kynningar á söfnum, sýningum og setrum.

 

Kennarar geta hlaðið efninu niður og ýmist prentað út áður en lagt er af stað, eða unnið með að heimsókn lokinni. Þá er markmiðið ekki síst að mæta þörfum þeirra sem ekki eiga heimangengt á söfn sökum fjarlægðar og búsetu, en vilja engu að síður fræða nemendur sína um tiltekin söfn eða viðfangsefni.

 

Safnasyrpan hefur göngu sína skólaárið 2016-17 og hér munu reglulega birtast fjölbreytt þrauta- og verkefnahefti tengd söfnum, setrum og sýningum víðsvegar um Ísland - fylgstu með!