Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Safnasyrpan

Safnasyrpa Kennarans er nýtt og áhugavert frímeti fyrir miðstig grunnskóla. Markmið Safnasyrpunnar er að byggja upp verkefnasafn fyrir kennara að leita í, í tengslum við vettvangsferðir eða kynningar á söfnum, sýningum og setrum.

Kennarar geta hlaðið efninu niður og ýmist prentað út áður en lagt er af stað, eða unnið með að heimsókn lokinni. Þá er markmiðið ekki síst að mæta þörfum þeirra sem ekki eiga heimangengt á söfn sökum fjarlægðar og búsetu, en vilja engu að síður fræða nemendur sína um tiltekin söfn eða viðfangsefni.

Minjasafn Austurlands var fyrst safna til að ríða á vaðið og í vinnslu eru þematengdir námsefnispakkar fyrir alla bekki grunnskólans. Til stendur að birta þá alla fyrir árslok 2019 svo fylgstu með!

Skemmtileg dýrasöfn og sýningar

Börn hafa oftar en ekki mikinn áhuga á dýrum og víðsvegar um Ísland er hægt að skoða margvísleg söfn og setur um dýr. Á Minjasafni Austurlands er til að mynda sýning allt árið tileinkuð hreindýrum Austurlands og hér á vef Kennarans má finna skemmtilega námsefnispakka um hreindýrin sem unnin var í samvinnu við safnið.

Merkilegt mannfólk

Hér er af mörgu að taka enda Ísland alið margan merkismanninn og -konuna. Ekki hafa allir þjóðþekktir einstaklingar eignast sitt eigið setur eða safnasvæði, en hér eru þó nokkrir sem hlotið hafa þann heiður.

Þórbergur Þórðarson

Mynd: thorbergur.is

Þórbergur var merkur rithöfundur frá Hala í Suðursveit. Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu sveitarinnar, ásamt lífi og verkum Þórbergs.

Jóhann Svarfdælingur

Mynd: Kjarninn.is

Jóhann Svarfdælingur tók vaxtakipp um tvítugt og var um tíma talinn hæsti maður heims. Hann átti litríka ævi og starfaði m.a. í fjölleikahúsum erlendis og lék í kvikmyndum. Á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík er að finna Jóhannsstofu með munum og sögu þessa merka manns.

Gísli á Uppsölum

Mynd: Árni Johnsen

Gísli á Uppsölum var einbúi í Seldal á Vestfjörðum þar sem hann stundaði búskap. Hann var málhaltur og átti erfitt uppdráttar í æsku. Gísli var allt tíð einn en ljóst af skrifum hans og ljóðum að hann saknaði félagsskapar mannanna. Á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti má kynnast þessum merka manni og skoða fábrotnar vistarverur hans.

Halldór Laxness

Mynd: Gljufrasteinn.is