Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Fullveldi Íslands 100 ára

Þann 1. desember 2018 eru 100 ár síðan Sambandslögin tóku gildi og Ísland var viðurkennt sem fullvalda og frjálst ríki. Af því tilefni mun Kennarinn á næstu mánuðum birta fróðleg og skemmtileg verkefni sem taka mið af aðalnámskrá grunnskóla í íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði. Efnið er hugsað fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla og styrkt af Akki, styrktar og menningarsjóði VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna.