Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Jólastund

Jólin eru yndislegur tími til að vinna með börnum hvort heldur sem er í kennslustofunni eða heima í faðmi fjölskyldunnar. Þessi síða verður tileinkuð öllu því sem tengist jólum á einn eða annan hátt.

Jóladagatal

Það er hefð fyrir því að telja niður til jóla og margvísleg dagatöl hafa litið dagsins ljós á liðnum árum og áratugum, hvort heldur sem er fyrir börn eða fullorðna. Jóladagatal Kennarans er unnið í samvinnu við vefinn Hlusta.is og með því að smella á dagana er hægt að hlusta frítt á 24 sögur til jóla ásamt því að vinna verkefni. Smelltu á myndina til að nálgast efnið.

Á Pinterestsíðu Kennarans má finna Jóladagatalamöppu með geysimörgum hugmyndum um hvernig hægt er að telja niður til jóla, hvort heldur sem er í formi aðventukransa eða jóladagadala. Þarna finna ungir sem aldnir eitthvað við hæfi hvort sem það tengist útsaumi, smíðum, pappírsföndri, teikningu, endurvinnslu, mat eða drykk. Þá má finna stöku ráðleggingar frá jólasveininum sjálfum, gátlista og sitthvað fleira. 

Fleiri jóladagatöl

Jólalestur í desember

Í desemberlestrarhefti Kennarans má finna skemmtileg lestrartengd verkefni. Meðal annars er unnið með lestrartölfræði, jólabókadóm og sögukort. Líkt og með öll lestrarhefti Kennarans geta börnin skráð lesnar blaðsíður og mínútur en að auki má finna jólalestrarsamning sem börn gera við sjálf sig í formi stimpilkorts. Nú er um að gera að halda jólalestrinum að ungviðinu með fjölbreyttum hætti í þessum önnum kafna mánuði. Smelltu á myndina til að sækja efnið.