Á Íslandi tíðkast sá siður að útbúa aðventukrans og kveikja á fjórum kertum, einu fyrir hvern sunnudag aðventunnar. Fyrsta kertið kallast Spádómskerti og minnir á spádóma Gamla testamentisins sem sögðu fyrir um komu frelsarans.
Orðið aðventa kemur úr latínu og merkir “tilkoma”. Hefð er að kveikja á aðventukertum meðan beðið er jólahátíðarinnar en einnig að setja aðventuljós út í glugga. Annað aðventukertið kallast Betlehemskerti eftir þorpinu sem Jesú fæddist í.
Aðventan er einnig kölluð jólafasta. Það kemur frá kaþólskri trú en siður var að hvíla allt kjötát síðustu vikurnar fyrir jól. Þriðja kertið kallast Hirðakerti sem vísar til þess að fátækum fjárhirðum var fyrstum af öllum sögð tíðindin af fæðingu Jesú.
Jólarásin hefur verið í gangi frá árinu 1996 og skemmtileg viðbót í jólahaldinu. Hægt er að hlusta á jólatónlist af netinu og hlusta á fjölbreytt efni meðan dundað er við jólaföndrið í skólastofunni.
13 dögum fyrir jól fara jólasveinarnir að týnast hver á fætur öðrum úr fjöllum birtast í byggð. En veistu í hvaða röð þeir koma? Hér er skemmtilegt App sem hjálpar þér að fylgjast með því. Ekki skemmir að jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum koma líka við sögu.