Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Skrift

Skriftarrenningar eru þematengd orðasöfn sem innihalda meðal annars nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, skammstafanir, samsett orð og fleira. Skriftarrenningarnir eru hugsaðir sem ítarefni og fylgja flestum námsefnispökkum Kennarans auk þess sem nálgast má óútfylltan renninga sem börn fylla sjálf inn í.

Hugmyndir fyrir kennslu

Endurritun

  • Ritun - nemendur skrifa orðin upp eftir renningunum.
  • Myndskreyting - nemendur velja nokkur orð, endurrita þau og myndskreyta í úrklippubók eða á blöð.
  • Setningagerð - nemendur velja orð af listanum og skrifa setningar þar sem orðin koma fyrir, byrja á stórum staf og enda á punkti.
  • Sögugerð - nemendur velja orð af listanum, eitt eða fleiri, og semja smásögu út frá þeim.
  • Sóknarskrift - renningarnir eru hengdir upp í skólastofunni. Nemendur leggja 1-3 orð á minnið og setjast í sætið sitt og skrifa þau í stílabók.

Upplestur

  • Stafsetningarkönnun - kennari les upp og nemendur skrifa orðin í stílabók.
  • Upplestur, paravinna - nemandi les orð upp fyrir samnemenda sem skrifar það niður. Farið yfir stafsetningu í sameiningu.

Málfræðivinna

  • Stafrófsröð - nemendur endurrita orðin í stílabók og raða þeim í stafrófsröð.
  • Fallbeyging - nemendur fallbeygja nafnorð í stílabækur eða munnlega.
  • Eintala/fleirtala - nemendur skrá eintölu-/fleirtölumynd nafnorða í stílabækur.
  • Greinir - nemendur bæta greini við nafnorð og skrá niður.
  • Stigbreyting - nemendur stigbreyta lýsingarorðum í stílabók og geta í framhaldi unnið meira með þau í ritun, sjá liðinn endurritun.
  • Nútíð/þátíð - nemendur vinna með tíðir sagnorða og æfa sig í nafnhætti.

Annað

  • Minnisleikur - nemendur keppast um að muna eins mörg atriði af Skriftarrenningnum og þeir geta.
  • Lært og leikið - nemendur velja orð af renningunum og leika fyrir samnemendum sem giska hvert orðið er.
  • Bingó - nemendur velja orð af Skriftarrenningunum og fylla inn í óútfyllt bingóform.