Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Ritun

„Ég get hrist allt af mér þegar ég skrifa; sorgin hverfur

og hugrekkið endurfæðist.“

- Anna Frank -

Ritun er stór þáttur í menntun og nauðsynlegt að hafa aðgengi að fjölbreyttum verkefnum.

Hér er að fæðast safn með margvíslegum hugmyndum, orðalistum, skriftarrenningum og kennslugögnum. Ef þú ert með góða hugmynd að ritunarverkefni þá ekki hika við að hafa samband.

Smelltu á skjölin til að ná þér í eintak og góða skemmtun í ritlistarvinnunni með höfundum framtíðarinnar!

Upplýsingaöflun

Að kunna að leita sér upplýsinga og vinna úr þeim er öllum nauðsynlegt. Hægt og rólega má kenna börnum að nýta sér upplýsingatæknina við námið og koma nýrri þekkingu á blað. Hér eru styttri verkefni sem samanstanda af hugtakalistum og bréfsefnum. Markmiðið er að nemendur kynni sér afmarkað efni, eflist í sjálfstæðri þekkingarleit og læri að skipuleggja sig í rituðu máli. Hjá hverju verkefni er tenglasafn með fróðleiksmolum.

Allt um maríubjöllur!

Allt um PacMan!

Sjóræningjasaga

Kanntu að spila Tetris?

Áfram lestur!

Hver var Teddy R?

Þetta er ég

Saga sparigríssins

Ilmurinn úr eldhúsinu!

Mánaðaritun

Mánaðaritun birtist í upphafi hvers mánaðar og inniheldur 24 ólík ritunarverkefni með ákveðnu þema.

Nemendur velja sér viðfangsefni til að skrifa um og krossa yfir að verki loknu.

Skrifa má eina sögu á dag, eða klippa miðana niður og draga viðfangsefni til að vinna með.

Hér er gott tækifæri til að þjálfa framsögn, enda fátt skemmtilegra en að lesa eigin verk upp fyrir aðra.

Septemberritunin tengist dýrum í orðatiltækjum og málsháttum. Pakkanum fylgir bréfsefni í stíl.

Skriftarrenningar

Skriftarrenninga má nota á margvíslegan hátt í kennslu en þeir fylgja flestu því efni sem gefið er út á vegum Kennarans, sjá kennsluleiðbeiningar HÉR. Einnig er í vinnslu að setja saman sérstaka renninga sem nýta má í ritlist með nemendum.

Persónusköpun

Hvernig er persónan þín?

Hvað einkennir góðar persónur?

Hvað einkennir vondar persónur?

Er munur á útliti og innræti?

Hvað hefur áhrif á persónur fólks?

Jákvæð persónueinkenni

Í vinnslu

Neikvæð persónueinkenni

Í vinnslu

Áhugaverðir tenglar