Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Málsháttasafn

Málshættir Íslendinga eru mikill gersemi og geysimargar leiðir til að vinna með þá í kennslu svo sem í ritun og framsögn auk þess sem nota mætti þá sem efnivið í sögu og myndskreytingar. Málsháttur felur ýmist í sér gamla speki, sannindi eða viðhorf sem byggð er á lífreynslu manna í gegnum aldirnar. Þeir eru oftar en ekki samtvinnaðir gömlum atvinnugreinum á borð sjómennsku og búskap.

Málshættir eru ólíkir orðatiltækjum að því leyti að þeir geta staðið sem fullmótuð setning. Þá er einnig munur á málshætti og spakmæli þar sem hið síðarnefnda er jafnan lengri setning. Algengt er að spakmæli sé erlend tilvitnun eða speki sem á sér ekki rætur til íslenskrar tungu, oft nefnt gullkorn.

Í viðleitni til að hampa þessum menningarauðæfum mun einn og einn málsháttaveggur líta dagsins ljós auk þess sem finna má hér vísir að krækjusafni á Veraldarvefnum. Málsháttaveggir Kennarans eru settir upp sem nokkurs konar þemaveggir sem samanstanda af 9 skjölum í A4 stærð. Málsháttaveggirnir nýtast jafnt til kennslu sem og til að lífga upp á kennslurými.

Málsháttasafn Kennarans er sett fram sem nokkurs konar þemaveggir. Um er að ræða 9 málshætti á jafnmörgum A4 blöðum sem saman mynda vegg. Tilvalið er að prenta málsháttaveggina út og hengja víðs vegar upp.

Áhugaverðir tenglar