100 taflan
100 taflan í 12 litum til að prenta út og plasta. Smelltu á bláa linkinn fyrir ofan myndirnar til að sækja PDF skjöl í góðri upplausn.
Oddatölur
Oddatölur og sléttartölur koma fyrst fyrir í 1. bekk. Gott er að setja tölurnar undir uglurnar og hafa þær sýnilegar í kennslustofunni. Hægt er að nálgast skjal með sléttum tölum hér.
Sléttar tölur
Oddatölur og sléttartölur koma fyrst fyrir í 1. bekk. Gott er að setja tölurnar undir uglurnar og hafa þær sýnilegar í kennslustofunni. Hægt er að nálgast skjal með oddatölum hér.
Formin
Falleg og litrík A4 veggspjöld í kennslustofuna. Það eina sem þarf að gera er að prenta, plasta og njóta.
Talnagrind
Talnagrindur þurfa að vera til staðar í öllum stærðfræðistofum en þær eru plássfrekar og stundum er gott að geta stungið þeim í skólatöskuna.
Margföldun
Gott er að hafa margföldunartöfluna við höndina og hér er ein á kippuformi. Töflunar eru klipptar niður, plastaðar, gataðar og festar saman með lyklakippuhring.
Samlagningarpakki
Verkefnapakkinn samanstendur af óútfylltu samlagningarspjaldi, 30 útfylltum samlagningarspjöldum (tölunum 1-20, tugunum 10-200, sléttum tölum 1-19, oddatölum 2-20, hundraðstölum 100-1000, tölum sem hlaupa á 5 og óreglulegum dæmum) kvittanablaði í lit og svarthvítu, teningablaði í lit og svarthvítu, talnablaði 0-10 í lit og svarthvítu, verkefnablaði fyrir orðadæmi og orðavegg með hugtökum sem tengjast samlagningu.