Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Heimavinnuskil

Skiptar skoðanir eru um heimanám en fyrir þá sem kjósa að leyfa foreldrum að fylgjast með námsframvindu nemandans í formi heimanáms er gott að hafa yfirlit yfir skilin á vísum stað. Hér má ýmist merkja x við hver heimavinnuskil eða skrá einkunn í reitina. Skjalið inniheldur tvær síður svo skipuleggja má heimavinnupakka fyrir sömu námsgrein með allt að 10 verkefnum. Heimavinnuskjalið má einnig hugsa sem bókhald fyrir kennara þar sem hálfur kross táknar að nemandi hafi tekið við verkefni hjá kennara, og heill kross að nemandi hafi skilað verkefni aftur af sér. Þá getur það sparað mikinn tíma að láta nemendur merkja verkefnin um leið og þeir fá blöð eða bækur í hendurnar.

Mætingarlisti

Mætingarlistann er hægt að hlaða niður í tölvuna og opna í PDF-Escape til að skrá nöfn nemenda í reitina áður en fjölfaldað er. Líkt og sést í skjalinu er gert ráð fyrir því að kennarar skrái vikuna á hvert blað sem og vikudagana (20/8, 21/8, 22/8, …). Það hefur gefið góða raun að útbúa opnu með mætingarlistanum vinstra megin og stundatöflu bekkjarins hægra megin. Ef reitirnir eru óþarflega margir má laga neðri hluta skjalsins til í PDF-Escape.

Tengt efni:

Málshættir í stafrófsröð