Apríllestur í lit
Gleðilegan apríl og takk fyrir mars! Nú styttist heldur betur í skólaárinu en engu að síður má hvergi slaka á í lestrinum. Margir skemmtilegir merkisdagar eru í apríl og ber hæst alþjóðadag barnabókarinnar þann 2. apríl á afmælisdegi H.C. Andersens og alþjóðadag bókarinnar þann 23. apríl. Pakkinn er fjölbreyttur að vanda og meðal annars má vinna KVL bókagerð, skrýtna orðasafnið og eftirlýsingu. Aprílheftið er í boði Ferðafélags Íslands sem rekur Ferðafélag barnanna, frábært heilsársverkefni fyrir börn þar sem farið er í fjölbreyttar ævintýraferðir allt frá fjörum til fjalla. Kennarinn fór í skemmtilega hjólaferð í vetur með leiðsögn, og hvetur alla til að fylgjast með dagskránni þeirra á facebook.
Víti í Vestmannaeyjum – Viðurkenningarskjal
Viðurkenningarskjal fyrir nemendur sem lokið hafa við verkefnapakkann með fyrstu fótboltabók Gunnars Helgasonar, Víti í Vestmannaeyjum. Skjalið er undirritað af Gunnari Helgasyni auk þess sem kennari undirritar og skráir inn dagsetningu.
Þeir skora sem þora – stundatafla
Stundatafla og æfingatafla með námsefnispakkanum Víti í Vestamannaeyjum.
Víti í Vestmannaeyjum
Jón Jónsson og félagar hans í Þrótti eru komnir til Vestmannaeyja að keppa um Eldfellsbikarinn. Þeir ætla sér að gera góða hluti í Eyjum en engan þeirra óraði þó fyrir þeim atburðum sem biðu þeirra. Gargandi mæður, blótandi skipstjóri, klikkaður pabbi, vanhæf lögga og síðast en ekki síst ELDGOS setja svip sinn á atburðarásina.
Námsefnispakkinn inniheldur fjölbreytt málfræði- og þrautaverkefni sem tengjast ævintýrum félaganna. Með Víti í Vestmannaeyjum fylgir stundatafla, viðurkenningarskjal og 6 skriftarrenningar: Nafnorð, sagnorð, samsett orð, sögupersónur, skammstöfuð félagslið og enski boltinn. Sjá nánar um notkun skriftarrenninga í kennslu.