Klippikort
- Version
- Download 53
- File Size 991.70 KB
- File Count 1
- Create Date 14. janúar, 2019
- Last Updated 21. janúar, 2019
Klippikort
Klippikortið og skorkortið er notað saman. Nemandi setur sér markmið t.d. að lesa í ákveðið marga daga eða mínútur, eða leysa svo og svo mörg stærðfræðidæmi í vikunni. Á sama hátt velur hann hvað hann vill gera þegar ákveðnum ávexti/markmiði er náð, og skráir á skorkortið.
Þegar nemandi hefur náð markmiðum sínum litar hann ávöxtinn á báðum kortum, og fær þá umbun/tilbreytingu/aukaverkefni/áhugasviðsverkefni sem unnið var að.
Hægt er að klippa kortin út og hefta saman eða ljósrita skjölin á eitt blað beggja vegna. Bæði er hægt er að nota gögnin með einstaklingum og/eða hópum, og þannig vinna að sameiginlegum markmiðum á einstaklingsmiðuðum hraða. Þegar unnið er með hóp má hugsa sér að hafa sameiginlegu markmiðin sýnileg og stækka skorkortið upp í A3 stærð og festa á vegg.
Góða skemmtun í markmiðasetningunni 🙂
Sjá einnig:
Comments are Closed