Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Námsspil

Að læra í gegnum spil eða leik er góð skemmtun. Mikið er til af alls konar námsspilum, og hægt er að nota margs konar spil í námi og kennslu. Það þarf oft ekki mikið meira en spilastokk eða nokkra teninga til að ná börnum á gott skrið.

Námsspil eru auk þess góð leið til að hrista ólíka nemendahópa saman og einnig frábær kennsluaðferð í stöðvavinnu og hringekju, svo ekki sé minnst á gildi leiksins í lífinu almennt.

 

Gefa og taka fisk.

Gefa og taka þorramat.

Unnið með jólaorðin.

Uglumylla í lit og svarthvítu.

Lært og leikið með Disney

Í lesskilningsheftunum við Disneybækur Eddu útgáfu er að finna fjölbreytt safn af skemmtilegum borðspilum sem tengjast lestrarbókunum. Smelltu á myndirnar til að nálgast efnið.

Áhugaverðir tenglar

Á Krakkasíðum Námsgagnastofnunar er einnig fullt af skemmtilegum námsleikjum sem hægt er að skoða í tölvutímum en námstengdu afþreyingarefni fyrir borðtölvur, fartölvur og snjalltæki fer ört fjölgandi, sjá nánar um námstengda tölvuleiki á afþreyingasíðum Kennarans.

Á Leikjavefnum er að finna um 400 leiki og leikjaafbrigði, ásamt ýmsu öðru efni sem tengist notkun leikja í skólastarfi.