Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Námsspil

Að læra í gegnum spil eða leik er góð skemmtun. Mikið er til af alls konar námsspilum, og hægt er að nota margs konar spil í námi og kennslu. Það þarf oft ekki mikið meira en spilastokk eða nokkra teninga til að ná börnum á gott skrið.

Námsspil eru auk þess góð leið til að hrista ólíka nemendahópa saman og einnig frábær kennsluaðferð í stöðvavinnu og hringekju. Ekki má geyma gildi leiksins í lífinu almennt og öllum þeim frábærum hugmyndum sem er að finna á Leikjavefnum.

Á Krakkasíðum Námsgagnastofnunar er einnig fullt af skemmtilegum námsleikjum sem hægt er að skoða í tölvutímum en námstengdu afþreyingarefni fyrir borðtölvur, fartölvur og snjalltæki fer ört fjölgandi, sjá nánar um námstengda tölvuleiki á afþreyingasíðum Kennarans.

 

GEFA og TAKA

bordspil_gefa_taka_fiskar

Gefa og taka er vel þekkt borðspil í kennsluaðferðinni Byrjendalæsi. Spilið samanstendur af miðum sem þarf að lesa af og reituðum spjöldum. Nemendur draga miða og mega ýmist halda honum eða þurfa að láta af hendi. Læra þarf bæði að gefa og þiggja, og stundum er hið fyrrnefnda síður en svo auðvelt.

Gefa og taka fisk PDF

Gefa og taka form PDF

Gefa og taka liti PDF