Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Með okkar augum

banner_heimasida_okkar_augum

Námsefnið Með okkar augum er unnið með hliðsjón af samnefndum sjónvarpsþáttum sem farið hafa sigurför frá fyrstu útsendingu. Verkefnunum, 8 í hverjum pakka, er ætlað að opna umræðu um valin málefni hverju sinni og tilgangurinn að fjölga verkfærum kennara í lífsleiknikennslu á mið- og unglingastigi. Hægt er að vinna með efnið að hluta eða sem heild, en áherlsa er lögð á hina sex grunnþætti menntunar svo allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Höfundar efnis eru grunnskólakennararnir Helga Kristín Olsen og Unnur María Sólmundsdóttir. Efnið er styrkt af Samfélagssjóði Landsbanka Íslands. Fyrir áhugasama má fylgjast með þessu flotta sjónvarpsfólki á Facebooksíðunni Með okkar augum.

Fyrsti þáttur

Fyrsti þáttur

1_forsida_med_okkar_augumÍ fyrsta þætti sjónvarpsþáttanna er farið víða. Þjóðkunnir menn ræða bílastæðismál fatlaðra, blindur nýbakaður faðir lýsir foreldrahlutverkinu, og símenntunar- og þekkingarmiðstöðin Fjölmennt sótt heim svo eitthvað sé nefnt.

Horfa á 1. þátt.

Sækja námsefni