Lestrarbingó eru skemmtileg viðbót við lestrarflóruna og hægt að nýta þau í bókasafnsvinnu sem og yndislestri. Nemendur lesa mismunandi bækur í hverju bingói, og við lok hverrar bókar má ýmist krossa yfir reitinn eða lita bókina sem í honum er.
Það er bæði gaman og mikilvægt að hafa val, og hér er einnig hægt að setja sér þau markmið að lesa láréttar eða lóðréttar línur.