Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Hönnun og smíði

Smíðakennsla í skólum er líklega jafn misjöfn og skólarnir eru margir. Í sumum er starfandi smíðakennari sem kennir þá öllum aldurshópum og í öðrum skólum sjá umsjónarkennarar um smíðakennslu í sínum árgangi. Hvort heldur sem er aldrei hægt að hafa nógu mikið af hugmyndum :-).

Efniviður smíðakennslunar er í raun ótæmandi. Unnið er með margvíslegar viðartegundir sem hver hefur sína eiginleika. Að auki er unnið með leður, gler, málm, gifs, steypu, latexefni, plast, frauðplast og fleiri. Einnig er unnið með raforku, loftorku og jafnvel sólarorku. Hinir ólíku efniviðir kalla því á ólíkar samsetningaraðferðir og yfirborðsmeðferðir.

Í smíðum er einnig unnið með margvísleg áhöld og verkfæri sem nemendur þurfa að læra heiti á, virkni þeirra og jafnvel viðhald. Sérstaklegur gagnapakki mun koma sem tengist þessum þætti smíðakennslunnar. Hann mun einkum nýtast vel í kennslu með yngri börnum, sérkennslubörnum og nýbúum.

Hér verður safnað saman verkefnahugmyndum úr ýmsum áttum auk þess sem hægt verður að prenta út verklýsingar og margvísleg verkefnablöð sem nýta má til smíðakennslunnar. 

Áhugaverðir tenglar

Verkefnablöð

Hér getur þú nálgast stök verkefnablöð sem nýtast innan sem utan smíðastofunnar. Markmiðið er að efla orðaforðann tengdan hönnun og smíði, og samþætta fagið við aðrar greinar. Tilvalið er að nýta verkefnin í hringekju eða sem uppfyllingarefni í lok tíma.

Verkefnabanki Kennarans

Í verkefnabanka Kennarans verður í fyrstu atrennu unnið að verklýsingum og verkefnum fyrir 1. - 7. bekk. Smíðakennsla á unglingastigi (8., 9. og 10. bekkur) er oftar en ekki sett upp sem val með meira krefjandi verkefnum. Þá er gjarnan unnið með hug og óskir nemendanna sjálfra. Til að fá hugmyndir að slíkum verkefnum er tilvalið að kíkja á smíðamöppu Kennarans inn á Pinterest.

Aðrir verkefnabankar

Annað smíðanám / Framhaldsskólanám