Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Líffræði

Líffræði

Líffræði er mjög fjölbreytt viðfangsefni sem skipta má í margar undirgreinar eins dýrafræði, erfðafræði, fiskifræði, frumulíffræði, grasafræði, lífeðlisfræði, lífefnafræði, líffærafræði mannsins, líflandafræði, líftækni, líkamsfræði, sameindalíffræði, vefjafræði, vistfræði og örverufræði.

Markmið Kennarans er að kynna þessa undirflokka og vekja nemendur til umhugsunar um hversu fjölbreytt viðfangsefni líffræðin er án þess að fara mjög djúpt í þá alla. Grunnskólanemendur hafa margir hverjir óbilandi áhuga á dýrum svo í fyrstu verður áhersla lögð á flokkinn dýrafræði.