Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Orðaforði

„Ef orðaforðinn minnkar þá fækkar tilfinningunum sem þú getur lýst, atburðunum sem þú getur greint frá og hlutunum sem þú getur bent á. Ekki aðeins verður skilningurinn takmarkaðri heldur einnig reynsluheimurinn. Tungumálið eflir manninn. Í hvert sinn sem hann tapar skilningi, tapar hann hluta af sjálfum sér.“

- Sheri S. Tepper, Pest af Angels -

 

Það má efla orðaforða á margvíslegan máta, hér er uppskrift af gómsætri orðasúpu:

1

Prentaðu út orðasúpuna og leggðu fyrir nemendur þína.

 

2

Prentaðu út orðavegginn og hengdu upp í kennslurýminu.

 

3

Skoðið orðin í sameiningu og ræðið hvað þau þýða.

 

4

Skoðið orðflokkinn og hvað einkennir hann.

 

5

Nemendur leita að orðunum og gera hring yfir þau.

 

6

Nemendur velja 10 orð og skrifa setningu sem innihalda þau.

7

Nemendur velja 6 orð og myndskreyta í stílabók.

8

Nemendur velja 4 orð og útskýra munnlega fyrir samnemanda.