Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Orðaforði

„Ef orðaforðinn minnkar þá fækkar tilfinningunum sem þú getur lýst, atburðunum sem þú getur greint frá og hlutunum sem þú getur bent á. Ekki aðeins verður skilningurinn takmarkaðri heldur einnig reynsluheimurinn. Tungumálið eflir manninn. Í hvert sinn sem hann tapar skilningi, tapar hann hluta af sjálfum sér.“

- Sheri S. Tepper, Pest af Angels -

 

Það má efla orðaforða á margvíslegan máta, hér er uppskrift af gómsætri orðasúpu:

1

Prentaðu út orðasúpuna og leggðu fyrir nemendur þína.

 

2

Prentaðu út orðavegginn og hengdu upp í kennslurýminu.

 

3

Skoðið orðin í sameiningu og ræðið hvað þau þýða.

 

4

Skoðið orðflokkinn og hvað einkennir hann.

 

5

Nemendur leita að orðunum og gera hring yfir þau.

 

6

Nemendur velja 10 orð og skrifa setningu sem innihalda þau.

7

Nemendur velja 6 orð og myndskreyta í stílabók.

8

Nemendur velja 4 orð og útskýra munnlega fyrir samnemanda.

 

Flokkurinn Orðakubbar er skemmtileg leið til að efla orðaforða nemenda. Hver námsefnispakki inniheldur þematengd orð sem prenta þarf út, plasta og hengja upp í skólastofunni. Orðakubbarnir innihalda ýmist þriggja, fjögurra eða fimm stafa orð og mynda ferning sé þeim raðað rétt upp. Orðakubbur byggður á þriggja stafa orðum inniheldur eingöngu þrjú orð t.d. örn – lóa – önd og þannig hafa nemendur 9 stafi til að vinna með. Orðakubbur byggður á fjögurra stafa orðum inniheldur 16 stafi til að vinna með og fimm orða kubbar innihalda 25 stafi. Sami stafur getur komið oftar en einu sinni fyrir í Orðakubbnum. Vinna má með námsefnið á fjölbreyttan hátt, dæmi:

 

Setja Orðakubbinn upp þannig að orðin í honum sjáist. Nemendur mega nota hvern staf einu sinni til að finna ný orð í kubbnum og skrá á verkefnablað.

 

Setja Orðakubbinn upp þannig að búið er að rugla orðunum. Nemendum er gefin vísbending um hvaða þema er unnið með, t.d. fugla, og þeir finna orðin.

 

Velja eitt orð úr kubbnum (fuglategund, sagnorð, rímorð, …) og vinna ritunarverkefni eða meðfylgjandi verkefnablöð hverju sinni.

 

Vinna með stafina sjálfa s.s. að flokka í sérhljóða og samhljóða, raða þeim í stafrófsröð eða prenta út 2 eintök og útbúa minnisspil.

 

Með Orðakubbunum fylgja margvísleg verkefnablöð og hugmyndir um hvernig nýta má orðakubba í kennslunni:

 

Smelltu á myndirnar til að sækja þematengdu Orðakubbana:

 

Flakkarinn hefur sérstaklega gaman af því að leika sér með Orðakubbana, smelltu á myndirnar til að sækja verkefnin: