Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

100 daga áskorun

100 daga lestrarsprettur Kennarans er fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Átakið byggist annars vegar á lestri og hins vegar skrift. Nemendur krossa yfir reit í hvert sinn sem lesið er fyrir fullorðinn einstakling, velja svo 3 orð úr textanum og skrá í meðfylgjandi skriftarhefti.

100 daga lesturinn hóf göngu sína vorið 2017 og er haldinn árlega. Næsti skilafrestur er 2. apríl, á degi barnabókarinnar.

Önnur lestrarátök á vegum Kennarans eru 100 bóka lestrarátakið sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru komnir áleiðis í lestrinum og 100 lesnar stundir fyrir börn og foreldra í leik- og grunnskólum, en tilgangur þess síðastnefnda er að fjölga gæðastundum fjölskyldna og uppgötva ævintýraheima bókmenntanna í sameiningu.

Sigurvegari fyrsta 100 stunda lestrarátaksins

Fyrsta 100 daga lestrarátakið hóf göngu sína haustið 2016 og skilafrestur var 2. apríl 2017. Dregið var úr innsendum seðlum 17. apríl 2017 og vinningurinn var ekki af verri endanum. Það var Erna Dögg Fannarsdóttir, nemandi í Brekkubæjarskóla sem bar sigur úr býtum en hún fékk:

 

# 2 miða á Vísindasýningu Villa frá Borgarleikhúsinu

# bókina Þín eigin hrollvekja frá Ævari vísindamanni

# skemmtilegan afþreyingarpakka frá Tiger

# spilastokkinn Stafastuð frá Báru og Eyrúnu, hönnuðum spilsins

Við óskum Ernu Dögg Fannarsdóttur innilega til hamingju með sigurinn. Aðrir þátttakendur verða leystir út með þátttökuviðurkenningu og glaðningi.

 

Styrktaraðilar 100 daga lestrarátaksins