Hægt er að fá skemmtilega spilastokka með 13 íslenskum þjóðsögum frá fyrirtækinu MyCountry. Sögurnar eru unnar upp úr safni Jóns Árnasonar og um er að ræða efni á 4 tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Á hverju spili er kóði og hægt að sækja upplestur og myndband á íslensku, með viðkomandi sögu af netinu.
Spilastokkurinn 13 þjóðsögur er frábært verkfæri fyrir kennara til að nota í samþættingu íslensku við aðrar greinar s.s. önnur tungumál, landafræði, samfélagsfræði og sögu. Hægt er að nýta hann sem nestissögur, í bókasafnsvinnu, í frjálsum tímum og öðru uppbroti. Góða skemmtun!
Hlustun og skilningur
Vantar þig skemmtilegt verkefni í hlustun og skilningi fyrir börn á miðstigi?