Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Fótboltabækur Gunnars Helgasonar

Gunnar Helgason er leikari, leikstjóri, dagskrárgerðarmaður fyrir sjónvarp og rithöfundur. Segja má að fótboltabækurnar hans hafi farið sigurför um Ísland og hver bók selst í þúsundum eintaka.

Hér mun birtast 32 síðna verkefnahefti við hverja bók, ásamt margvíslegum viðauka. Námsefnið er einkum hugsað fyrir miðstig en opið öllu fótboltaáhugafólki sem vill spreyta sig.

Með fyrsta heftinu fylgir stundatafla, viðurkenningarskjal og skriftarrenningar. Sjá nánar um notkun skriftarrenninga í kennslu.

Ljósmynd: Einar Speigth