Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

IBBY 2025 Smásaga

  • Download 89
  • File Size 60.00 KB
  • File Count 1
  • Create Date 31. mars, 2025
  • Last Updated 2. apríl, 2025

IBBY 2025 Smásaga

IBBY á Íslandi fagnar Degi barnabókarinnar 2025 með Þetta reddast ... eða hvað? eftir Emblu Bachmann. Sagan verður frumflutt samtímis á Rás 1 fyrir alla grunnskólanema landsins í stærstu sögustund ársins miðvikudaginn 2. apríl 2025, kl. 9.05.

Þetta reddast ... eða hvað? er fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og er þetta í fimmtánda sinn sem félagið fagnar deginum með þessum hætti. Embla Bachmann er fædd 23. apríl 2006 og gekk í Ingunnarskóla. Hún hóf nám í Verzlunarskóla Íslands árið 2022, á nýsköpunar- og listabraut. Embla hefur skrifað ljóð og sögur frá því að hún man eftir sér og fengið fjölda viðurkenninga. Hún sendi frá sér fyrstu skáldsöguna aðeins 17 ára gömul árið 2023, Stelpur stranglega bannaðar, og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabókmennta, yngsta allra Íslendingar.

Smásaga Emblu verður lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri og er verkefnið hluti af þeirri hugsjón IBBY að lestraráhugi og lestrarfærni fáist fyrst og fremst með því að færa ungum lesendum vandaðar og spennandi sögur.

Námsefni við smásöguna má nálgast hér.

Comments are Closed