IBBY 2024 Smásaga
- Version
- Download 92
- File Size 2.48 MB
- File Count 1
- Create Date 8. apríl, 2024
- Last Updated 8. apríl, 2024
IBBY 2024 Smásaga
IBBY á Íslandi fagnar Degi barnabókarinnar 2024 með Fullkomið eftir Hilmar Örn Óskarsson. Sagan verður frumflutt samtímis á Rás 1 fyrir alla grunnskólanema landsins í stærstu sögustund ársins fimmtudaginn 4. apríl 2024, kl. 9.05.
Fullkomið er fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og er þetta í fjórtánda sinn sem félagið fagnar deginum með þessum hætti.
Hilmar Örn Óskarsson er fæddur 1975 í Reykjavík. Hann ólst upp í Breiðholti, gekk bæði í Breiðholtsskóla og lauk stúdentsprófi í Fjölbrautaskóla Breiðholts. Hilmar fékk snemma mikinn áhuga á bókum og lauk B.A. gráðu í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hilmar hefur skrifað margar skemmtilegar barnabækur eins og Dredfúlíur flýið!, Holupotvoríur alls staðar!, Húsið í september og bækurnar um Kamillu vindmyllu.
Sagan verður lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri og er verkefnið hluti af þeirri hugsjón félagsins að lestraráhugi og lestrarfærni fáist fyrst og fremst með því að færa ungum lesendum vandaðar og spennandi sögur.
Comments are Closed