Íþróttir – Boltalúdó
Aukaverkefni með verkefni 8 – Boltalúdó
Kennari prentar út spilið Boltalúdó (prenta báðu megin) og plastar. Hann prentar einnig út myndirnar af boltunum. Nemendur klippa út myndirnar og líma ofan á tappa til dæmis af gosflöskum eða mjólkurfernum. Fjórir nemendur spila saman hefðbundið lúdó, hver með fjóra tappa með mynd af sínum bolta. Finna má spilareglur hér.
Uglumylla svarthvít
Prentaðu skjalið út og plastaðu. Klipptu uglurnar út. Í svarthvítu útgáfunni geta leikmenn litað uglurnar að vild áður en klippt er. Leikreglur: Leikmenn leggja uglur sínar víðsvegar um borðið og reyna að mynda þrennu lóðrétt, lárétt eða á ská. Ef tekst að mynda þrennu má fjarlægja einn af spilapeningum andstæðingsins af borðinu, þó ekki ef sá spilapeningur er einnig í þrennu. Þegar búið er að leggja allar uglur niður spila leikmenn með því að færa þær um reitina. Ekki má hoppa á milli lína nema þegar leikmaður á einungis 3 uglur eftir. Sá tapar sem fyrstur stendur uppi með einungis 2 uglur. Einnig er hægt að nálgast Uglumylluna í lit.
Uglumylla
Prentaðu skjalið út og plastaðu. Klipptu uglurnar út. Í svarthvítu útgáfunni geta leikmenn litað uglurnar að vild áður en klippt er. Leikreglur: Leikmenn leggja uglur sínar víðsvegar um borðið og reyna að mynda þrennu lóðrétt, lárétt eða á ská. Ef tekst að mynda þrennu má fjarlægja einn af spilapeningum andstæðingsins af borðinu, þó ekki ef sá spilapeningur er einnig í þrennu. Þegar búið er að leggja allar uglur niður spila leikmenn með því að færa þær um reitina. Ekki má hoppa á milli lína nema þegar leikmaður á einungis 3 uglur eftir. Sá tapar sem fyrstur stendur uppi með einungis 2 uglur. Einnig er hægt að nálgast Uglumylluna í svarthvítri útgáfu.