Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Spurningar – Veran í vatninu

Bókin Veran í vatninu er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Hjalta Halldórssyni, og myndhöfundi, Auði Ýr, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Spurningabókamerkið samanstendur af 20 spurningum og hugsað sem kennslugagn fyrir safnakennara, íslenskukennara, sérkennara, ÍSAT kennara og aðra sem efla vilja lestur og lesskilning ungra lesenda. Bókamerkið er sett upp sem fjórbrot en einnig má nýta það á bæklingsformi í stærðinni A5. Aftan á bókamerkinu gefst nemendum færi á að gefa bókinni umsögn og stjörnur. Best er að prenta spurningabókamerkið/bæklinginn út í 100% stærð. Leslykil, með svörum við spurningunum, má nálgast hér.

 

Spurningar – Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

Bókin Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Jennýju Kolsöe, og myndhöfundi, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Spurningabókamerkið samanstendur af 20 spurningum og hugsað sem kennslugagn fyrir safnakennara, íslenskukennara, sérkennara, ÍSAT kennara og aðra sem efla vilja lestur og lesskilning ungra lesenda. Bókamerkið er sett upp sem fjórbrot en einnig má nýta það á bæklingsformi í stærðinni A5. Aftan á bókamerkinu gefst nemendum færi á að gefa bókinni umsögn og stjörnur. Best er að prenta spurningabókamerkið/bæklinginn út í 100% stærð. Leslykil, með svörum við spurningunum, má nálgast hér.

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

Bókin Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Jennýju Kolsöe, og myndhöfundi, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Leslykillinn samanstendur af 20 spurningum og svörum og hugsaður sem margnota kennslugagn fyrir safnakennara, íslenskukennara, sérkennara, ÍSAT kennara og aðra sem efla vilja lestur og lesskilning ungra lesenda. Efnið er ekki hugsað sem dreifildi til nemenda sjálfra en nálgast má spurningarnar upp úr bókinni hér. Leslykillinn sjálfur er á bæklingsformi, í þríbroti og best að prenta hann út í 100% stærð.

Ljósaseríuklúbburinn – Skipulagsgögn

Skipulagsgögnin samanstanda af forsíðu, kjalmiða og baksíðu, og eru hugsuð fyrir lausblaðamöppur með forsíðuvösum. Kjalmiðarnir eru í stærðunum 34 mm, 37 mm, 44 mm og 60 mm. Auðvelt er að mjókka breiðari kjalmiðana í minni stærðir. Í möppuna er tilvalið að setja eftirfarandi gögn:

  • Þátttökuskjölin, A5 bæklingar sem nemendur líma myndir af litlum bókarkápum í.
  • Arkirnar með myndum af litlum bókarkápum, nemendur fá eintak af bókarkápu eftir lestur viðkomandi bókar og líma inn í þátttökuheftið sitt.
  • 10 daga, 20 daga og 30 daga lestrarsprettina.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja skipulagsgögnin á PDF formi. Settu forsíðu og baksíðu í þar til gerða plastvasa á lausblaðamöppunni og klipptu hentuga stærð af kjalmiða út.

 

Holupotvoríur – Lausnahefti

Lausnahefti með lesskilningisverkefninu Holupotvoríur.

Smelltu á bláa reitinn hér til vinstri til að sækja PDF eintak af lausnaheftinu.

Holupotvoríur

Bókin Holupotvoríur er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Hilmari Erni Óskarssyni, og myndhöfundi, Blævi Guðmundsdóttur, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Lesskilningsheftið samanstendur af 12 verkefnum sem ýmist eru leyst beint í heftið eða í stílabók. Síðasta verkefnið er tilvalið að nýta sem námsmatsverkefni. Hefti með lausnum má nálgast hér.

Smelltu á bláa reitinn hér til vinstri til að sækja PDF eintak af þrautaheftinu.

Dularfulla símahvarfið – Lausnahefti

Lausnahefti með lesskilningisverkefninu Dularfulla símahvarfið.

Smelltu á bláa reitinn hér til vinstri til að sækja PDF eintak af lausnaheftinu.

30 daga sprettur Ljósaseríunnar

Nemendur lesa í 30 daga og skrá fjölda lesinna blaðsíðna í súlurit. Kvarði y-ássins er 100, lesi barn fleiri en 100 blaðsíður á dag litar það alla súluna og skráir svo fjöldann fyrir ofan hana. Tilvalið er að skrá alltaf fjölda lesinna blaðsíðna fyrir ofan súlurnar því í lok sprettsins tekur lesandinn heildarfjöldan saman.

Í 30 daga spretti er gert ráð fyrir að lesið sé samfellt í 30 daga en einnig má setja sér markmið og lesa 30 daga yfir lengra tímabil t.d. á sex eða átta vikum, yfir önn eða jafnvel í sumarfríinu. Á baksíðunni halda börnin lestrarbókhald og skrá dagsetninguna sem þau byrja lestur nýrrar bókar, skrá titil hennar og nafn höfundar, blaðsíðufjöldann og gefa henni loks umsögn í formi broskalls.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi og prentaðu beggja vegna á blaðið.

20 daga sprettur Ljósaseríunnar

Nemendur lesa í 20 daga og skrá fjölda lesinna mínútna með litaskráningu. Þau hanna litaskráningarkerfið sjálf í byrjun með því að lita 12 litla reiti í mismunandi litum. Undir reitunum er gefinn upp ákveðinn fjöldi mínútna. Börnin taka tímann meðan lesið er og lita svo stóru reitina með hliðsjón af litaskráningarkerfinu ofar í skjalinu. Dæmi: Barn litar fyrsta litla reitinn fjólubláan og næsta reit gulan. Þá daga sem barnið les í 5 mínútur litar það stóran reit fjólubláan, þá daga sem barnið les í 10 mínútur litar það stóran reit gulan o.s.frv.

Í 20 daga spretti er gert ráð fyrir að lesið sé samfellt í 20 daga en einnig má setja sér markmið og lesa 20 daga yfir lengra tímabil t.d. á fjórum vikum eða yfir mánuðinn. Á baksíðunni halda börnin lestrarbókhald og skrá dagsetninguna sem þau byrja lestur nýrrar bókar, skrá titil hennar og nafn höfundar, blaðsíðufjöldann og gefa henni loks umsögn í formi broskalls.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi og prentaðu beggja vegna á blaðið.

10 daga sprettur Ljósaseríunnar

Nemendur lesa í 10 daga og skrá annars vegar fjölda lesinna mínútna inn í 100-töflurnar og hins vegar dagsetningu þeirra daga sem lesið er. Í 10 daga spretti er gert ráð fyrir að lesið sé samfellt í 10 daga en einnig má setja sér markmið og lesa 10 daga yfir ákveðið tímabil t.d. á tveimur vikum eða í jólafríinu. Á baksíðunni halda börnin lestrarbókhald og skrá dagsetninguna sem þau byrja lestur nýrrar bókar, skrá titil hennar og nafn höfundar, blaðsíðufjöldann og gefa henni loks umsögn í formi broskalls.

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi og prentaðu beggja vegna á blaðið.