Reikniaðgerðir – Kennsluleiðbeiningar
Verkefni 1 – Lestur
Markmið, að:
- læra orð tengdum samlagningu og frádrætti
- æfa íslensku málhljóðin
- kynnast stærðfræðihugtökum
Innlögn:
1) Kennari dreifir fylgiskjalinu Orð og myndir 5 sem inniheldur sama orðabanka og Fánaveifurnar. Hann les textann með nemendum, skoðar orðin eftir þörfum og fer yfir fylgiskjalið með orðalistanum.
2) Kennari og nemendur lesa saman hugtökin yfir samlagningu, frádrátt og summu.
3) Í reitina neðst á síðunni skrifa nemendur helstu hugtök yfir samlagningu, frádrátt og summu á sínu tungumáli.
Kennslugögn:
Ritföng.
Fylgiskjal:
Verkefni 2 – Orðavinna
Markmið, að:
- festa orðmyndir í minni
- vinna með orðaforða tengdum samlagningu og frádrætti
Innlögn:
1) Nemendur rifja upp stærðfræðihugtökin í verkefni 1.
2) Nemendur tengja hvert hugtak við rétt stærðfræðitákn.
3) Nemendur lita miðana í sömu litum og táknin sem þeir tengjast.
Lausn:
- Grænt: samanlagt, bæta við, leggja við, leggja saman, plús, samlagning.
- Appelsínugult: mínus, frádráttur, taka af, fækka um, draga frá, hverju munar, fá til baka, afgangur, mismunur, eiga eftir.
- Rautt: summa, niðurstaða, samtals, jafn og, sama sem, alls.
Kennslugögn:
Ritföng og litir.
Verkefni 3 – Ritun
Markmið, að:
- kunna að skrifa tölustafi með bókstöfum
- æfa að skrifa raðtölur með bókstöfum
Innlögn:
1) Kennari dreifir Fylgiskjali 5:1 sem nemendur styðjast við á meðan farið er í gegnum heftið. Fylgiskjalið sýnir rithátt talnanna 0-100 með bókstöfum. Kennari fer í gegnum fylgiskjalið með nemendum og leggur inn rithátt talnanna.
2) Með fylgiskjalið til tilsjónar skrifa nemendur tölurnar sem vantar í auðu reitina í töflunni.
3) Nemendur skoða raðtölurnar í orðabankanum neðst á síðunni. Þeir skrifa hverja raðtölu með bókstöfum í rétta eyðu.
Kennslugögn:
Ritföng.
Fylgiskjal:
- Fylgiskjal 5:1, (sjá aftast í nemendahefti).
Verkefni 4 – Rökhugsun
Markmið, að:
- þekkja hugtökin eining, tugur, hundrað og þúsund á íslensku
- læra hugtökin minnsta og stærsta
- skilja fyrirmælin að raða eftir stærð
Innlögn:
1) Kennari leggur inn hugtakið talnahús ásamt hugtökunum eining, tugur, hundrað og þúsund. Nemendur skoða undirstrikuðu tölurnar við hlið talnahúsanna tveggja. Þeir skrá hverja undirstrikaða tölu í talnahúsið eftir því hvort gildi tölunnar er eining, tugur, hundrað eða þúsund.
Lausn:
- Fyrra talnahúsið: 4329.
- Seinna talnahúsið: 5712.
2) Kennari leggur inn hugtökin minnsta og stærsta og að raða eftir stærð. Nemendur skrá fyrri talnarununa frá minnstu tölunni til þeirrar stærstu. Nemendur skrá seinni talnarununa frá stærstu tölunni til þeirrar minnstu.
Lausn, minnsta til stærsta: 4-36-56-734-800-915-3000-9200.
Lausn, stærsta til minnsta: 6600-1000-723-568-323-90-43-8
3) Nemendur tengja saman eintölu og fleirtölu orðanna eining, tugur, hundrað og þúsund.
Kennslugögn:
Ritföng.
Verkefni 5 – Skilningur
Markmið, að:
- þekkja hugtakið orðadæmi
- lesa texta um stærðfræðileg viðfangsefni og greina um hvað hann fjallar
- þjálfa lesskilning
Innlögn:
1) Kennari leggur inn hugtakið orðadæmi. Hann bendir nemendum á feitletruðu orðin í hverju orðadæmi en þau má finna í verkefni 1.
2) Kennari rifjar upp heiti hlutanna og skoðar verð þeirra.
3) Nemendur lesa hvert dæmi og út frá orðalagi merkja þeir við hvaða reikniaðgerð hentar til að leysa það; samlagning eða frádráttur.
Kennslugögn:
Ritföng.
Verkefni 6 – Flokkun
Markmið, að:
- efla enn frekar orðaforða tengdum reikniaðgerðum
- læra andheitin dýrara og ódýrara
Innlögn:
1) Nemendur rifja upp hugtökin í Orðabankanum. Hugtökin má finna í verkefni 1.
2) Nemendur flokka og skrá hugtökin í rétta dálka.
Lausn:
- + tákn: samlagning, plús, leggja saman, bæta við.
- – tákn: frádráttur, mínus, draga frá, mismunur.
- = tákn: summa, samtals, sama sem, jafnt og.
3) Kennari leggur inn andheitin ódýrara og dýrara. Nemendur skoða hlutina tvo í hverjum reit og haka við rétt svar.
Lausn:
- ódýrara: strokleður, reglustika, blýantur.
- dýrara: talnagrind, strokleður, vasareiknir.
Kennslugögn:
Ritföng.
Verkefni 7 – Málfræði
Markmið, að:
- læra að skrifa raðtölurnar 1.-31. með bókstöfum
- geta sagt hvaða dagsetning er
- kunna að segja afmælisdaginn sinn
Innlögn:
1) Kennari leggur inn hugtakið raðtala og dreifir Fylgiskjali 5:2. Hér eru raðtölurnar 1.-31. lagðar inn með það markmið að nemendur geti sagt dagsetningar og afmælisdaga.
2) Þar sem dagsetningar eru í karlkyni þá skrifa nemendur raðtölurnar í karlkyni með Fylgiskjal 5:2 til hliðsjónar.
3) Nemendur klára málsgreinina Ég á afmæli… með því að skrifa afmælisdaginn sinn og mánuð með bókstöfum.
Kennslugögn:
Ritföng.
Fylgiskjal:
- Fylgiskjal 5:2, (sjá aftast í nemendahefti).
Tjáning, samræður:
- Kennari spyr nemanda: Hvenær átt þú afmæli? Nemandi svarar munnlega.
- Kennari spyr svo: Hvaða dagsetning er í dag? Nemendur svara munnlega.
Verkefni 8 – Miðjumat
Markmið, að:
- gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna úr fyrri hluta heftisins
- veita kennara tækifæri til endurgjafar áður en lengra er haldið
Innlögn:
1) Nemendur finna tölurnar 1-20 í orðasúpunni.
2) Nemendur raða tölunum fyrst frá minnstu til stærstu og svo frá stærstu til minnstu.
Lausn:
- Minnsta til stærsta: 3-41-98-145-610-2000.
- Stærsta til minnsta: 7700-400-250-47-28-4.
3) Nemendur haka við hlutinn sem er ódýrari.
Lausn: blýantur.
Nemendur haka við hlutinn sem er dýrari.
Lausn: stærðfræðibók.
4) Nemendur klára að skrá gildi talnanna í talnahúsinu með því að skrifa þúsund, hundrað, tugur og eining á brotalínurnar fyrir ofan hverja tölu. Búið er að gefa upp fyrsta stafinn.
Lausn:
Kennslugögn:
Ritföng.
Verkefni 9 – Lestur
Markmið, að:
- læra orð yfir margföldun og deilingu
- kynnast stærðfræðihugtökunum slétt tala, oddatala, jákvæð tala og neikvæð tala
Innlögn:
1) Kennari les textann með nemendum, útskýrir orðin eftir þörfum og fer aftur yfir fylgiskjalið Orð og myndir 5.
2) Kennari fer yfir stærðfræðihugtök sem tengjast margföldun og deilingu.
3) Kennari fer yfir hugtökin slétt tala og oddatala. Ef aldur og skilningur nemenda leyfir er einnig hægt að leggja inn hugtökin jákvæðar og neikvæðar tölur.
Kennslugögn:
Ritföng.
Fylgiskjal:
Verkefni 10 – Orðavinna
Markmið, að:
- festa rithátt raðtalnanna 1.-20. í minni
- afrita orð
Innlögn:
1) Nemendur skrifa hverja raðtölu í karlkyni með bókstöfum og leysa þannig krossgátuna. Hafa má Fylgiskjal 5:2 til hliðsjónar.
2) Lóðréttar raðtölur endurrita nemendur með bókstöfum á línurnar undir fyrirsögninni lóðrétt.
3) Láréttar raðtölur skrá nemendur með tölustöfum á brotalínurnar undir fyrirsögninni lárétt. Punktarnir eru til að minna nemendur á að raðtölur eru táknaðar punkti á eftir tölustafnum.
Kennslugögn:
Ritföng og stílabók.
Fylgiskjal:
Verkefni 11 – Ritun
Markmið, að:
- skrifa einfaldar málsgreinar
- skilja fyrirmælin að svara með heilli málsgrein
Innlögn:
1) Nemendur skoða myndirnar og finna heiti hlutanna í fylgiskjali Orð og myndir 5. Þeir skrifa heiti hlutanna til að klára fyrstu málsgreinina við hverja mynd.
2) Nemendur endurrita hverja málsgrein á brotalínurnar.
3) Nemendur svara spurningunni Hvað er þetta? með heilli málsgrein, eins og hún kemur fyrir í upphafi.
Kennslugögn:
Ritföng.
Fylgiskjal:
Verkefni 12 – Rökhugsun
Markmið, að:
- beita rökhugsun
- festa hugtökin slétt tala og oddatala í minni
Innlögn:
1) Kennari rifjar upp hugtökin slétt tala og oddatala.
2) Nemendur leysa Sudoku þrautina. Í lituðu reitunum mega eingöngu vera sléttar tölur.
3) Þegar nemendur hafa leyst Sudoku þrautina skrá þeir tölurnar í töfluna; sléttar tölur í lituðu töfluna (2, 4, 6, 8) og oddatölur í hina (1, 3, 5, 7, 9).
Kennslugögn:
Ritföng.
Verkefni 13 – Skilningur
Markmið, að:
- festa í minni hugtökin samlagning, frádráttur, margföldun og deiling
- geta lesið og skilið hugtök tengd reikniaðgerðum
- læra fyrirmælin að krossa við rétt svar
Innlögn:
1) Nemendur skrifa rétt hugtak undir hvert stærðfræðimerki.
Lausn: samlagning, frádráttur, margföldun og deiling.
2) Kennari leggur inn fyrirmælin að krossa við rétt svar.
3) Nemendur lesa hverja fullyrðingu, vega og meta hvort hugtökin tvö merki það sama og krossa við já eða nei.
Kennslugögn:
Ritföng.
Aukaverkefni:
Kennari prentar út skjalið Jatsí og hjálpargögn (prenta báðum megin) sem inniheldur annars vegar Jatsíspil og hins vegar renninga með sýnidæmum sem kenna hugtökin í Jatsí. Gögnin eru plöstuð og renningarnir klipptir niður, gataðir og festir saman með splitti eða lyklakippuhring. Tveir og tveir nemendur spila saman og fjöldi eintaka tekur mið af fjölda nemenda. Mælt er með að plasta Jatsíspilið svo það verði fjölnota og láta nemendur skrá stigagjöfina með glærupenna.
Fylgiskjal:
Verkefni 14 – Flokkun
Markmið, að:
- festa hugtök í minni
- beita rökhugsun
- læra fyrirmælin að klippa og líma
Innlögn:
1) Kennari fer yfir og rifjar upp slétt tala, oddatala, jákvæð tala og neikvæð tala.
2) Kennari dreifir Fylgiskjali 5:3. Nemendur klippa út kúlurnar í fylgiskjalinu og finna út undir hvaða flokki tölurnar eiga heima. Tölurnar sem tilheyra flokkunum slétt tala og oddatala tilheyra líka flokknum jákvæð tala. Því þarf að segja nemendum að það eiga að vera átta tölur undir hverjum flokki, eins og kúlurnar á talnagrindinni segja til um. Gott er að byrja á því að skoða oddatölur og neikvæðar tölur til að fækka tölum í menginu.
3) Nemendur líma kúlurnar á talnagrindina. Gott er að nemendur yfirfari með kennara áður en kúlurnar eru límdar á blaðið. Þetta verkefni getur verið tímafrekt og reynt á fínhreyfingar. Hægt er að aðlaga það fyrir þá sem þurfa með því að leyfa nemendum að skrifa tölurnar inn í réttar kúlur í stað þess að klippa og líma. Verkefnið má vinna sem einstaklingsverkefni, paraverkefni, hópaverkefni eða sem stöð í stöðvavinnu.
Dæmi um lausn:
Kennslugögn:
Skæri og lím.
Fylgiskjal:
- Fylgiskjal 5:3, (sjá aftast í nemendahefti).
Verkefni 15 – Málfræði
Markmið, að:
- læra hugtakið andheiti
Innlögn:
1) Kennari leggur inn hugtakið andheiti.
2) Til að aðstoða nemendur við að skilja hugtakið andheiti finnur kennari tvö dæmi með orðum sem þeir kunna nú þegar.
Tillögur:
- svartur og hvítur
- nótt og dagur
- stór og lítill
- já og nei
- inni og úti
Nemendur velja andheiti, skrá í tómu reitina og tengja saman.
3) Kennari les yfir hugtökin á verkefnablaðinu með nemendum og aðstoðar þá eftir þörfum við að tengja saman andheiti.
Kennslugögn:
Ritföng.
Verkefni 16 – Lokamat
Markmið, að:
- gefa nemendum tækifæri til að sjá hvað þeir kunna eftir yfirferð heftisins
- veita kennara tækifæri til endurgjafar
Innlögn:
1) Nemendur skrifa raðtölurnar með bókstöfum.
2) Skoða tölurnar og skrifa slétt tala eða oddatala fyrir aftan hverja tölu.
3) Nemendur skrifa andheiti hugtakanna.
4) Nemendur skrifa heiti hlutanna undir myndirnar.
Lausn: Vasareiknir, talnagrind, reglustika og stærðfræðibók.
Kennslugögn:
Ritföng.
Orðabanki
Í lok hvers námsefnispakka er Orðabanki, þ.e. gátlisti með 40 hugtökum sem áhersla hefur verið lögð á í heftinu. Þar haka nemendur í þau orð sem þeir telja sig hafa náð tökum á, og þjálfa betur hin sem út af standa. Einnig skrá nemendur sagnorð sem þeir hafa lært, og önnur orð sem þeir hafa bætt við orðaforðann í yfirferðinni. Orðabankann má nýta með lokamati áður en næsta hefti er tekið fyrir.
Fánaveifur
Með heftinu fylgja 40 Fánaveifur með hugtökum og ljósmyndum. Þessi hugtök eru þau sömu og í Orðabanka námsefnisins, og í fylgiskjalinu Orð og myndir 5. Tilvalið er að hengja fánaveifurnar upp í stofunni meðan á yfirferð námsefnisins stendur.
Útgöngupassi
Kennari skrifar nöfn nemenda á miða og setur í krukku. Hann dregur miða í lok kennslustundar eða skóladags. Sá nemandi svarar spurningu úr námsefninu. Þegar nemandi svarar rétt má hann fara.
Hugmyndir:
- Kennari skrifar tölu á bilinu 0-100 á töfluna og nemendur segja töluna upphátt.
- Kennari skrifar raðtölu á bilinu 1.-31. á töfluna og nemendur segja raðtöluna.
- Kennari biður nemendur að nefna annað hugtak yfir:
- plús (samlagning)
- mínus (frádráttur)
- Nemendur gefa dæmi um slétta tölu og oddatölu.
- Nemendur gefa dæmi um jákvæða tölu og neikvæða tölu.
- Nemendur nefna andheiti við:
- plús (mínus)
- frádráttur (samlagning)
- fyrstur (síðastur)
- minnsta (stærsta)
- ódýrt (dýrt)
112 – Neyðarkortið
Nemendur klippa út Neyðarkortið. Á því eru símanúmerin hjá Neyðarlínunni og Læknavaktinni. Ekki má klippa kortið í sundur heldur er það brotið saman á langhlið. Kennari aðstoðar nemendur að plasta kortið. Neyðarkortið er í sömu stærð og debetkort og því ættu nemendur að geta fundið stað til að bera það alltaf á sér, t.d. í veski, skólatösku eða pennaveski. Bjóða má nemendum að gera einnig Neyðarkort handa fjölskyldumeðlimum.