Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

112 – Neyðarkortið

Nemendur klippa út Neyðarkortið. Á því eru símanúmerin hjá Neyðarlínunni og Læknavaktinni. Ekki má klippa kortið í sundur heldur er það brotið saman á langhlið. Kennari aðstoðar nemendur að plasta kortið. Neyðarkortið er í sömu stærð og debetkort og því ættu nemendur að geta fundið stað til að bera það alltaf á sér, t.d. í veski, skólatösku eða pennaveski. Bjóða má nemendum að gera einnig Neyðarkort handa fjölskyldumeðlimum.