Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Ys og þys útaf… öllu!

Vinirnir Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leið í skólaferðalag að Laugum en áður en þau eru svo mikið sem mætt á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur. Bráðfjörug saga um vináttu, svik, hrekki, hefnd … og svolítið um ástina. Þetta er þriðja bók höfundar en fyrri tvær hafa notið mikilla vinsælda.

Smelltu á bláa hnappinn hér að ofan til að sækja PDF eintak af kennsluefni við bókina Ys og þys útaf… öllu! eftir Hjalta Halldórsson.

Höfundur námsefnis: Hjalti Halldórsson.

Kamilla Vindmylla

Bókabeitan hefur látið gera verkefnapakka fyrir bókina Kamilla vindmylla og leiðinn úr Esjunni. Bókin er önnur bókin um hina hressu Kamillu en nemendur geta notið sögunnar án þess að hafa lesið fyrstu bókina. Textinn er hnyttinn og skemmtilegur og bókin hentar vel fyrir nemendur á miðstigi og fyrir getumeiri nemendur í 4. bekk.

Verkefnapakkinn er 20 síður. Hann miðar við að bókinni sé skipt upp í fimm lestraskammta. Það er því einfalt að leggja bókina fyrir sem fimm vikna verkefni. Eftir hvern lestrasprett leysa nemendur verkefni. Í öllum fimm verkefnahlutunum er að finna lesskilningsverkefni en auk þeirra eru blönduð verkefni sem reyna á sköpun, orðarýni, upplýsingasöfnun, ritun og tjáningu.

Verkefnapakkinn endar á einfaldri bókmenntarýni sem þú getur nýtt sem stökkpall fyrir bókmenntakynningu síðar meir, t.d. á kjörbók síðar um veturinn. Þá gætu nemendur t.d. nýtt sömu spurningar og sett upp slæðusýningu (hver slæða fyrir hvert atriði). Stungið er upp á að nýta ritunarverkefni í 2. hluta sem framsagnarverkefni og hreyfileikni í 3. hluta er hópverkefni en annars ættu nemendur að geta unnið verkefnin sjálfstætt. Höfundur verkefnapakkans er Ása Marin; grunnskólakennari, ljóðskáld og rithöfundur.

Kennarinn sem hvarf

Kennarinn sem hvarf er um krakkana í 6. BÖ sem eiga ekki margt sameiginlegt og semur oft illa en dag einn breytist allt! Bára kennari er horfin og dularfullir atburðir draga krakkana inn í æsispennandi atburðarás

Smelltu á bláa hnappinn hér að ofan til að sækja PDF eintak af kennsluefni fyrir Kennarann sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Skjalið er stórt en auðvelt að vinna með hluta af því í einu.

Höfundur námsefnis: Hjalti Halldórsson.