Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Rökkurhæðir – Óttulundur

Bókaflokkurinn um íbúana í Rökkurhæðum er skrifaður fyrir unglinga. Þrátt fyrir númer á kili eru bækurnar ekki framhaldssögur og má lesa þær í hvaða röð sem er. Höfunda bókanna langaði til að skrifa saman bækur en samt ekki ekki þannig að hver bók væri skrifuð af báðum. Þá kom upp sú hugmynd að skapa heim þar sem jafn ólíkir rithöfundar og þær báðar gætu skrifað sögur sem tengdust án þess að þurfa að skrifa bækurnar í sameiningu. Tengingin milli bókanna er í gegnum hverfið Rökkurhæðir og er hver bók sjálfstæð eining sem er efnislega óháð hinum. Samt getur það gerst að atburður í einni bók dýpki skilning á einhverju sem gerðist í annarri, til dæmis getur aðalpersóna bókar birst sem aukapersóna í einhverri hinna bókanna og lesandinn fær því smátt og smátt heilsteyptari mynd af hverfinu og íbúum þess.

Höfundar bókaflokksins eru Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell.

Smelltu á bláa linkinn hér efst á síðunni til að sækja PDF eintak af spurningum upp úr bók 2: Óttulundur.

Tuttugu bóka umbun

Þegar nemendur hafa lokið við að lesa 20 bækur í Ljósaseríunni er tilvalið að gefa þeim persónulegt bókamerki með ljósmynd og nafni. Hægt er að vinna með PDF skjalið í PDFescape, Sedja.com og fleiri forritum. Einnig er hægt að leyfa börnunum að teikna sjálfsmynd í bókamerkið áður en það er plastað.

Smelltu á bláa hnappinn hér ofar til að sækja PDF eintak af bókasafnskortinu.

Fimmtán bóka umbun

Þegar nemendur hafa lokið við að lesa 15 bækur í Ljósaseríunni er tilvalið að umbuna þeim með 60 mínútna spila- og/eða tölvupassa á skólasafni. Umbunin er í formi stimpilkorts sem gildir einnig fyrir næstu 10 bækur (16 – 25). Tilvalið er að plasta stimpilkortin og merkja þau. Þegar barn hefur notað spilaumbunina má gata í stóru hvítu stjörnuna neðst í hægra horni. Reitir 20 og 25 eru stjörnumerktir og gefa næstu umbun til kynna.

Smelltu á bláa hnappinn hér ofar til að sækja PDF eintak af stimpilkortinu.

 

 

 

Fimm bóka umbun

Þegar nemendur hafa lokið við að lesa fimm bækur í Ljósaseríunni er tilvalið að gefa þeim bókamerki. Í reitina geta þau skráð dagsetninguna sem þau klára bækurnar, fengið stimpil eða jafnvel fengið að velja sér límmiða.

Reitir 10 og 15 eru stjörnumerktir sem gefur fleiri lestrarumbunanir til kynna. Smelltu á bláa hnappinn hér ofar til að sækja PDF eintak af bókamerkinu.

Spurningar – Hundurinn með hattinn

Bókin Hundurinn með hattinn er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Guðna Líndal Benediktssyni, og myndhöfundi, Önnu Baquero, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Spurningabókamerkið samanstendur af 20 spurningum og hugsað sem kennslugagn fyrir safnakennara, íslenskukennara, sérkennara, ÍSAT kennara og aðra sem efla vilja lestur og lesskilning ungra lesenda. Bókamerkið er sett upp sem fjórbrot en einnig má nýta það á bæklingsformi í stærðinni A5. Aftan á bókamerkinu gefst nemendum færi á að gefa bókinni umsögn og stjörnur. Best er að prenta spurningabókamerkið/bæklinginn út í 100% stærð. Leslykil, með svörum við spurningunum, má nálgast hér.

Hundurinn með hattinn

Bókin Hundurinn með hattinn er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Guðna Líndal Benediktssyni, og myndhöfundi, Önnu Baquero, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Leslykillinn samanstendur af 20 spurningum og svörum og hugsaður sem margnota kennslugagn fyrir safnakennara, íslenskukennara, sérkennara, ÍSAT kennara og aðra sem efla vilja lestur og lesskilning ungra lesenda. Efnið er ekki hugsað sem dreifildi til nemenda sjálfra en nálgast má spurningarnar upp úr bókinni hér. Leslykillinn sjálfur er á bæklingsformi, í þríbroti og best að prenta hann út í 100% stærð.

Ys og þys útaf… öllu!

Vinirnir Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leið í skólaferðalag að Laugum en áður en þau eru svo mikið sem mætt á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur. Bráðfjörug saga um vináttu, svik, hrekki, hefnd … og svolítið um ástina. Þetta er þriðja bók höfundar en fyrri tvær hafa notið mikilla vinsælda.

Smelltu á bláa hnappinn hér að ofan til að sækja PDF eintak af kennsluefni við bókina Ys og þys útaf… öllu! eftir Hjalta Halldórsson.

Höfundur námsefnis: Hjalti Halldórsson.

Kamilla Vindmylla

Bókabeitan hefur látið gera verkefnapakka fyrir bókina Kamilla vindmylla og leiðinn úr Esjunni. Bókin er önnur bókin um hina hressu Kamillu en nemendur geta notið sögunnar án þess að hafa lesið fyrstu bókina. Textinn er hnyttinn og skemmtilegur og bókin hentar vel fyrir nemendur á miðstigi og fyrir getumeiri nemendur í 4. bekk.

Verkefnapakkinn er 20 síður. Hann miðar við að bókinni sé skipt upp í fimm lestraskammta. Það er því einfalt að leggja bókina fyrir sem fimm vikna verkefni. Eftir hvern lestrasprett leysa nemendur verkefni. Í öllum fimm verkefnahlutunum er að finna lesskilningsverkefni en auk þeirra eru blönduð verkefni sem reyna á sköpun, orðarýni, upplýsingasöfnun, ritun og tjáningu.

Verkefnapakkinn endar á einfaldri bókmenntarýni sem þú getur nýtt sem stökkpall fyrir bókmenntakynningu síðar meir, t.d. á kjörbók síðar um veturinn. Þá gætu nemendur t.d. nýtt sömu spurningar og sett upp slæðusýningu (hver slæða fyrir hvert atriði). Stungið er upp á að nýta ritunarverkefni í 2. hluta sem framsagnarverkefni og hreyfileikni í 3. hluta er hópverkefni en annars ættu nemendur að geta unnið verkefnin sjálfstætt. Höfundur verkefnapakkans er Ása Marin; grunnskólakennari, ljóðskáld og rithöfundur.

Ofurhetjan

Gulla dreymir um að verða eitthvað meira en ósköp venjulegur drengur. Með hjálp Helgu vinkonu sinnar uppgötvar hann óvænt áður óþekktan hæfileika sem breytir lífi hans. Hann setur á sig grímuna og verður Ormstunga, ofurhetja sem berst gegn eineltisseggjum.

Hverju er Gulli tilbúinn til að fórna til að ráða að niðurlögum erkióvinarins? Ofurhetjan er æsispennandi saga um ALVÖRU ofurhetju.

Smelltu á bláa hnappinn hér að ofan til að sækja PDF eintak af kennsluefni fyrir bókina Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson. Skjalið er stórt en auðvelt að vinna með hluta af því í einu.

Höfundur námsefnis: Hjalti Halldórsson.

Kennarinn sem hvarf

Kennarinn sem hvarf er um krakkana í 6. BÖ sem eiga ekki margt sameiginlegt og semur oft illa en dag einn breytist allt! Bára kennari er horfin og dularfullir atburðir draga krakkana inn í æsispennandi atburðarás

Smelltu á bláa hnappinn hér að ofan til að sækja PDF eintak af kennsluefni fyrir Kennarann sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Skjalið er stórt en auðvelt að vinna með hluta af því í einu.

Höfundur námsefnis: Hjalti Halldórsson.