Þetta reddast – Orðasúpa 6
Orðasúpan er hugsuð sem upprifjunarverkefni eftir yfirferð 6. heftisins; 112.
Verkefnið er sett upp fyrir A3 stærð þar sem Orðabankann, 40 þemaorð verkefnapakkans, má finna falin upp, niður, afturábak, áfram og á ská í þrautinni. Á baksíðunni er sami orðalisti sýndur í stafrófsröð bæði í nefnifalli og þolfalli.
112 – Neyðarkortið
Nemendur klippa út Neyðarkortið. Á því eru símanúmerin hjá Neyðarlínunni og Læknavaktinni. Ekki má klippa kortið í sundur heldur er það brotið saman á langhlið. Kennari aðstoðar nemendur að plasta kortið. Neyðarkortið er í sömu stærð og debetkort og því ættu nemendur að geta fundið stað til að bera það alltaf á sér, t.d. í veski, skólatösku eða pennaveski. Bjóða má nemendum að gera einnig Neyðarkort handa fjölskyldumeðlimum.