Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Orðabingó Kennarans

Orðabingó Kennarans hafa það að markmiði að efla orðaforða í gegnum leik ásamt því að þjálfa réttritun og skrift. Hverjum pakka fylgja fjölbreytt gögn sem bæði er hægt að vinna með í lit og svarthvítu. Hér stendur til að setja margvísleg þematengd orðasöfn inn. Neðst á síðunni er að finna nánari upplýsingar um undirbúning og notkun.

Undirbúningur

Prentaðu skjölin út og plastaðu öll gögnin. Svarthvítu blöðin eru ætluð til fjölföldunar.

Klipptu niður síðurnar með bingómiðunum. Þessir miðar eru settir í poka (eða á hvolf á borð) meðan spilað er. Hægt er að hafa ákveðinn bingóstjóra eða spila bingóið þannig að nemendur dragi miða til skiptis.

Fjölfaldaðu spjaldið með svarthvítu bingóflipunum og klipptu reitina niður. Þessa flipa nota nemendur til að leggja yfir reiti á spöldunum meðan spilað er. Gott er að plasta þessa flipa eða prenta út á þykkri pappír svo þeir endist betur.

Átta nemendur geta spilað saman, eða fjórir og þá með 2 spjöld hver. Ef nemendur vilja útbúa sitt eigið spjald og velja orðin á þau er tilvalið að nota Skriftarrenningana og óútfyllta bingóspjaldið.

Skriftarrenningar

Með bingóinu fylgja Skriftarrenningar sem nota má á fjölbreyttan hátt í skriftarvinnu s.s. sóknarskrift og paravinnu þar sem einn les orð upp og annar skrifar það niður. Einnig fylgja óútfylltir Skriftarrenningar með til fjölföldunar. Sjá nánari kennsluhugmyndir hér.

Fleiri verkefnahugmyndir

Hægt er að vinna með Orðabingó Kennarans á margan hátt annan en að spila:

  • raða bingómiðum eftir stafrófsröð
  • draga miða og myndskreyta orðið
  • draga miða og skrá fleiritölu orðsins
  • draga miða og bæta greini við orðið
  • draga miða og fallbeygja orðið
  • draga miða og leika orðið
  • draga miða og tala um orð í 1 mínútu
  • draga miða og búa til setningu
  • draga nokkra miða og semja sögu
  • nota bingómiða sem minnisspil.