Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Almanaksbókin – Septemberpakkinn

[featured_image]
Almanaksbókin – September PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 315
  • File Size 1.05 MB
  • File Count 1
  • Create Date 20. ágúst, 2016
  • Last Updated 12. apríl, 2017

Almanaksbókin – Septemberpakkinn

September er níundi mánuður ársins en í latnesku tímatali byrjaði árið í mars og þá var september sá sjöundi í röðinni. Septem þýðir sjö svo þaðan er nafnið komið. September er einn af fjórum mánuðum sem hafa 30 daga og markar upphaf hins akadamíska dagatals í mörgum löndum. Helstu merkisdagar septembermánaðar eru 5. september, alþjóðlegur dagur góðgerðarmála, 8. september, alþjóðadagur læsis, 15. september, alþjóðadagur lýðræðis og 16. september sem er dagur íslenskrar náttúru. Á vef Menntamálastofu má finna góð námsgögn um dag íslenskrar náttúru.

Verkefnablöðin í septemberpakka Almanaksbókarinnar eru fjögur. Veldu skjalið Almanaksbókin - September PDF til að prenta efnið út í góðri prentupplausn.

1) Nemendur fylla inn í dagatalið, svara spurningum og skreyta það og lita eftir fyrirmælum.

2) Fylgst er með hitastigi septembermánaðar og það skráð inn í mælinn. Nemendur skrá verðurlýsingu fyrir mánuðinn.

3) Merkisdagar septembermánaðar eru skoðaðir og gott tækifæri til að ræða þá og vinna meira með nemendum. Nemendur þurfa að leita að upplýsingum um holtasóley, þjóðarblómið, og skrá niður. Á síðunni er framhald á afmælisdagarenningunum þar sem nemendur geta skráð afmælisdaga vina og ættinga. Tilvalið er að safna mánaðarrenningunum saman, klippa út og hefta í litla bók.

4) Árgangarannsókn á afmælisdögum. Nemendur ganga á milli og spyrja nemendur í sama árgangi um afmælisdagaþeirra. Hægt er að gera skammstafanir nafnanna í reitina, afmælisdagana sjálfa, lita eða krossa. Að lokum taka nemendur tölfræðina saman og skrá þá mánuði sem hafa fæst og flest afmælisbörn, auk þess að skrá niður afmælismánuð kennarans.

Letur heitir Agent Orange og er sótt á síðuna Dafont.com.

Screen Shot 2017-04-11 at 05.37.55

Comments are Closed