Fjársjóður ömmu Gógóar
- Version
- Download 855
- File Size 48.00 KB
- File Count 1
- Create Date 4. apríl, 2023
- Last Updated 11. apríl, 2023
Fjársjóður ömmu Gógóar
Smelltu á bláa reitinn hér vinstra megin að ofanverðu til að sækja námsefnispakkann á PDF formi
Um námsefnið:
Námsefnið er samið við smásöguna Fjársjóður ömmu Gógóar eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem lesin var á RÚV 13. apríl 2023 í tilefni af alþjóðadegi barnabókarinnar 2. apríl. Sækja má útprentað eintak af sögunni hér.
IBBY á Íslandi fagnar deginum árlega með því að fá valda barnabókahöfunda til liðs við sig og eru sögurnar sérstaklega ætlaðar grunnskólanemendum í 1.-10. bekk. Undanfarin ár hefur einnig verið boðið upp á námsefni tengt sögunum sem kennarar geta sótt og unnið með viðfangsefnið enn frekar.
Að þessu sinni samdi Unnur María Sólmundsdóttir grunnskólakennari fjölbreyttan verkefnapakka fyrir alla aldurshópa sem kennarar geta sett saman að vild. Teikningarnar við námsefnið gerði Sóldís Perla Ólafsdóttir, nemandi í 10. bekk í Breiðholtsskóla.
___________________________________________
Kennsluleiðbeiningar:
1. Fjársjóðurinn
Nemendur afla sér upplýsinga um fleiri verk höfundar og skrifa í kjölfarið stuttan útdrátt úr smásögunni.
Lausn:
Arndís Þórarinsdóttir hefur m.a. samið
- Játningar mjólkurfernuskálds
- Blokkin á heimsenda
- Nærbuxnaverksmiðjan
- Nærbuxnanjósnararnir
- Nærbuxnavélmennið
- Kollhnís
Útdráttur:
Sagan fjallar um systkinin Daníel og Sóleyju sem reyna að leysa ráðgátuna á bak við peningahvarf ömmu Gógóar. Amman liggur veik á spítala og fjölskyldan ætlar að hjálpa henni að borga reikninga en finnur engan pening á bankareikningum hennar. Daníel grunar að amma Gógó hafi keypt rafmynt fyrir þá. Systkinin fara heim til ömmu að leita upplýsinga og hitta þá nágrannann Mateo sem týndi gælurottunni sinni. Í ljós kom að hún faldi sig í íbúð ömmu og þegar rottan ætlar að nota gamlan tuskubangsa fyrir fleti dettur lykilorð að rafmyntaveski ömmu úr maga hennar, og málið um týnda fjársjóð ömmu leysist.
___________________________________________
2. Persónusköpun
Nemendur rýna í sögupersónurnar Daníel, Sóleyju, ömmu Gógó og Mateus nágranna, og skoða hvernig þeim er lýst. Upplýsingarnar nota börnin til að teikna mynd af þeim. Þau skrá næst sex lýsingarorð sem þau telja að lýsi þeim sjálfum best.
Persónusköpun, nokkur dæmi úr sögunni:
- Daníel: 7 ára, áhugamaður um rafmyntir, elskar ömmu Gógó og vill helst búa hjá henni, ætlar í rafíþróttanám, klár strákur, spilar Mario Kart, ...
- Sóley: unglingur, stundum svolítið pirruð, ekki til í að amma Gógó flytji heim, fannst ekki gaman að búa í Reykjavík, …
- Amma Gógó: safnar dóti, er nú veik á sjúkrahúsi með lungnabólgu, með föla og gagnsæja húð, duglega að baka og sjálfstæð en ekki eins dugleg að taka til, eyðir peningum í nammi, happaþrennur og rafmynt, fjárfestir til að styrkja barnabörnin í framtíðinni, …
- Mateo: nágranni ömmu Gógóar, er í lopapeysu, heldur hvíta rottu sem gæludýr, …
___________________________________________
3. Smásögukortið
Nemendur gera sögukort með upplýsingum um persónur sögunnar, umhverfi, atburðum og endi.
Lausn:
- Persónur: Daníel, Sóley, pabbi, mamma, amma Gógó, sjúkrahússtarfsmaður, Mateo nágranni og Bella gælurotta.
- Umhverfi: Reykjavík, spítali, íbúð ömmu, …
- Atburður: Amma veikist, peningar ömmu finnast ekki, barnabörnin leita í íbúðinni, Daníel finnur skafmiðafjársjóð, gælurotta týnist, Mateo mætir í íbúðina, lykilorðið að rafveskinu finnst, …
- Endir: Bella gælurotta ætlar að nota tuskubangsa ömmu fyrir fleti og út úr honum dettur miði með lykilorðinu að rafmyntaveski ömmu.
___________________________________________
4. Orðskýringar
Nemendur lesa stuttar málsgreinar og finna hvaða orð þær eiga við. Númer orðsins er skráð í réttan reit hjá málsgreininni.
Lausn:
- Bitcoin - Rafpeningar sem virka bara á netinu, t.d. í tölvuleikjum.
- Rafíþróttabraut - Námsleið í framhaldsskóla til að læra rafíþróttir.
- Ævisparnaður - Peningur og aðrar eignir sem fólk safna yfir alla ævina.
- Happaþrenna - Skafmiði sem hægti innihaldið glæsilega vinninga.
- Lykilorð - Orð sem fólk notar til að læsa aðgengi annarra t.d. að tölvu eða síma.
- Fjarnám - Nám sem er hægt að læra í gegnum tölvur.
- Stúdent - Námsgráða sem fólk öðlast við útskrift úr framhaldsskóla.
- Smákökubar - Hlaðborð af litlum kökum til að gæða sér á.
- Þrusk - Lágvært hljóð sem gefur til kynna að einhver hafi verið að hreyfa sig.
- Gæludýr - Dýr sem fólk tekur inn á heimili sitt og hugsar vel um.
- Forstofa - Rýmið sem fyrst er komið inn í þegar gengið er inn í hús eða íbúð.
- Rottuhald - Þegar fólk er með rottur sem gæludýr á heimilinu sínu.
___________________________________________
5. Spurt og svarað #1
Nemendur svara stuttum spurningum með málsgreinum sem hefjast á stórum staf og enda á punkti.
Lausn:
- Hverju var mamman að leita að í upphafi sögunnar? - Peningum ömmunnar sem hefur tæmt alla bankareikningana sína.
- Hvað hélt Daníel að amma hans hefði gert við peningana sína? - Keypt Bitcoin, rafræna mynt, fyrir þá.
- Hvers vegna var amman á sjúkrahúsi? - Hún hafði fengið slæma lugnabólgu.
- Hvernig er ömmunni lýst? - Hún er föl, húðin næstum gagnsæ.
- Hvers leituðu systkinin í íbúð ömmunnar? - Peninganna sem horfið höfðu út af bankareikningum hennar.
- Hvað langar Daníel að læra þegar hann verður eldri? - Hann ætlar að taka rafíþróttabraut í fjarnámi.
___________________________________________
6. Spurt og svarað #2 - framhald
Lausn:
- Hver er Mateo og hvað var hann að gera í íbúð ömmunnar? - Mateo er nágranni hennar sem var að leita að Bellu, gæludýrarottunni sinni.
- Hvers vegna var gangurinn í íbúð ömmu bleikur upp á miðja veggi? - Amman náði ekki lengra upp með pensilinn þegar hún var að mála.
- Hvers konar miða geymdi amman í skáp í eldhúsinu? - Mörg þúsund skafmiða.
- Hvað reyndist vera geymt inni í maga tuskubangsans? - Plaststykki með lykilorði að rafmyntaveskið ömmu Gógóar.
Umsögn:
Nemendur gefa sögunni einkunn, haka í það sem er mest viðeigandi og draga umsögn sína saman í stutta málsgrein.
___________________________________________
7. Krossaprófið
Upprifjun úr sögunni, nemendur haka í eitt rétt svar.
Lausn:
- Titillinn er Fjársjóður ömmu Gógóar.
- Sögusvið er Reykjavík.
- Innri tíminn er nokkrir klukkutímar. Fyrst heimsækir fjölskyldan ömmuna á sjúkrahúsið og svo fara börnin að leita að peningum heima hjá henni.
- Ytri tími er Apríl 2023. Þegar börnin eru í íbúð ömmunnar fellur aprílsólin á jólatréð. Á miðanum með lykilorðinu kemur ártalið 2023 fram.
- Bella og Mateo eru nágrannar ömmu Gógóar.
- Bitcoin er ein tegund fjármagns.
- Drengurinn spilar Mario Kart.
- Amma er föl með gagnsæja húð.
- Amma bakar allt ofangreint.
- Lykilorðið var í maga tuskubangsans.
___________________________________________
8. Nafnorðaskuggar
Nemendur skoða feitletruðu hugtökin í spurningunum og teikna orðaskugga þeirra. Það er gert með því að skyggja samsvarandi hæðir í reituðu kössunum sem hugsa má sem þriggja hæða stafahús. Hástafir þekja þannig 2 hæðir, ýmist efstu og mið hæðirnar (t, k, ð, d, f, h, l og b) eða neðstu og mið hæðirnar (p, g, y, ý). Bókstafurinn litla þ nær yfir allar 3 hæðir stafahússins og lágstafir þekja 1 hæð (mið hæðina).
Stílabókarverkefni
Nemendur vinna þrjú verkefni:
- Fallbeygja bókmenntahugtökin í eintölu og fleirtölu með og án greinis.
- Flokka hugtökin eftir kyni.
- Svara spurningunum og byrja málsgreinarnar á feitletraða bókmenntahugtakinu. Gott er að minna á stóran staf í upphafi og að enda málsgrein á punkti.
Lausn:
Fallbeygt eftir kyni í eintölu og fleirtölu: Nemendur spreyta sig og yfirfara svörin í sameiningu. Á vef Árnastofnunar má finna beygingarlýsingu íslensks nútímamáls.
Bókmenntahugtök eftir kyni:
- Karlkyn: höfundur, titill, innri tími, ytri tími, atburðir
- Kvenkyn: smásaga, aðalpersóna, aukapersóna
- Hvorugkyn: sögusvið, sjónarhorn
Svör við spurningum:
- Höfundur sögunnar er Arndís Þórarinsdóttir.
- Titill sögunnar er Fjársjóður ömmu Gógóar.
- Smásaga er stutt skáldsaga sem fjallar um eina eða fáar persónur og einn ákveðinn atburð í lífi þeirra. Smásaga getur verið á bilinu 1-100 blaðsíður. Meira um smásögur á Vísindaefnum, sjá Hvað merkir hugtakið smásaga?
- Sögusviðið er spítali og hús ömmunnar í Reykjavík.
- Aðalpersónan heitir Daníel. Hann er 7 ára strákur sem býr með foreldrum sínum og eldri systur úti á landi.
- Aukapersónurnar eru Sóley systir Daníels, foreldrar hans, amma Gógó og Matues nágranni ömmunnar. Gælurottan Bella getur einnig flokkast hér.
- Innri tíminn eru nokkrir klukkutímar frá því að fjölskyldan kemur í bæinn að hitta ömmu Gógó á sjúkrahúsinu og þar til systkinin finna miðann með lykilorðinu í íbúð ömmunnar.
- Ytri tíminn er aprílmánuður 2023. Þegar systkinin eru stödd í íbúð ömmunnar er minnst á aprílsólina sem varpar geislum sínum á jólatréð í stofunni. Á lykilorðinu kemur svo ártalið 2023 fram.
- Atburðir sem eiga sér stað eru t.d. að peningar ömmu Gógóar eru horfnir af bankareikningum hennar og barnabörnin hennar reyna að leysa málið, nágranni týnir gælurottunni sinni, Daníel finnur þúsundir skafmiða með vinningum á, brúnrotta hefur komið sér fyrir á baðherberginu, lykilorð finnst þegar gæludýrarottan nappar tuskubangsa ömmu, …
- Sjónarhorn höfundar er takmarkað, sagan er sögð í 3. persónu og við sjáum lítið inn í huga persóna en þó aðeins inn í huga Bellu gælurottunnar. Meira um sjónarhorn höfundar á vef Menntamálastofnunar.
___________________________________________
9. Sagnorðasúpan
Verkefnið inniheldur sagnorð í nafnhætti sem koma fyrir í sögunni. Börnin leita að orðunum sem ýmist eru falin upp, niður, fram, afturábak eða á ská.
Lausn:
___________________________________________
10. Sagnorð
Nemendur skoða nokkur sagnorð sem koma fyrir í sögunni. Í verkefninu birtast þau í nafnhætti en verkefnið er að skrifa bæði þau bæði í nútíð og þátíð.
Lausn:
- að tala - talar - talaði
- að athuga - athugar - athugaði
- að borga - borgar - borgaði
- að gefa - gefur - gaf
- að hafa - hefur - hafði
- að fara - fer - fór
- að finna - finnur - fann
- að bora - borar - boraði
- að taka - tekur - tók
- að spila - spilar - spilaði
- að opna - opnar - opnaði
- að borða - borðar - borðaði
- að banna - bannar - bannaði
- að stela - stelur - stal
- að sækja - sækir - sótti
___________________________________________
11. Orð úr orði
Nemendur skoða bókstafina í orðinu fjársjóðurinn og nota þá til að smíða ný orð. Ekki má nota aðra bókstafi eða nota hvern bókstaf oftar en hann kemur fyrir í orðinu. Hver bókstafur hefur ákveðið stig og nemendur leggja stig hvers nýs orðs saman. Nýju orðin eru skráð í fyrsta dálkinn og í dálk tvö eru heildarstig orðanna skráð. Þegar börnin hafa klárað fyrstu tvo dálkana raða þau nýju orðunum í rétta stafrófsröð í síðasta dálkinn.
___________________________________________
12. Krossorðaglíma
Í krossorðaglímu finna nemendur orð sem innihalda bókstafi lárétta orðsins. Þemað er allskonar fjársjóður, ýmist djásn og gersemar eða annars konar perlur eins og góð heilsa, öryggi eða vinátta. Áskorunin felst að velta fyrir sér hvað hugtakið fjársjóður þýðir fyrir hvert og eitt barn, og að finna orð sem innihalda sömu bókstafi og orðið sjálft. Orðin eru skrifuð inn í töfluna.
Dæmi um lausn:
- langlí f i
- gulls j óður
- h á lsmen
- a r mband
- snjall s ími
- haming j a
- regnsk ó gur
- fri ð ur
- g u llhringur
- vinu r
___________________________________________
13. Rottuhald
Bella, gæludýrarottan í smásögunni er hvít en hvítar rottur eru tilraunastofuræktað afbrigði frá formóður sinni brúnrottunni. Brúnrotta kemur þó aðeins við sögu hér og nemendur afla sér upplýsinga um tegundina, ýmist á netinu eða í bókum. Upplýsingarnar flokka börnin í töfluna, dæmi:
Brúnrottur eru
- nagdýr
- spendýr
- mógráar, mórauðar, rauðgráar eða gulgráar
- 24-30 cm langar
- 110-380 g þungar
- algengar í þéttbýli
- alætur
- fjölkvænisdýr
Brúnrottur hafa
- fjórar fætur
- snjáldur
- 18-20 cm langan hala
- ljóst skott
- ljósgráan kvið
- lága fætur
- veiðihár
- sundfit
Brúnrottur geta
- fjölgað sér allt árið
- sest að í varplandi
- sest að í fuglabjargi
- gotið 5x á ári
- synt og kafað
- klifrað
- þekkt hver aðra á lyktinni
Gæludýrakönnun
Óformleg könnun með litakóðun er neðst í skjalinu. Tilvalið er að taka upplýsingarnar frá öllum nemendum í bekknum saman og setja upp súlurit í stílabók.
___________________________________________
14. Málsgreinar
Kennari útskýrir muninn á málsgrein og setningu, og að málsgrein hefjist á stórum staf og endi á punkti. Nemendur skoða málsgreinar sem slitnað hafa í stundur og tengja þær aftur saman.
Lausn:
- Amma fékk svo slæma lugnabólgu… að hún var flutt á spítala.
- Daníel fannst gaman að heimsækja… ömmu Gógó til Reykjavíkur.
- Sóley stakk lyklinum í skrána og þau… gengu inn í forstofuna.
- Mateus horfði á staflana af óhreinu… diskunum í eldhúsinu.
- Síminn hennar Sóleyjar hringdi… og hún greip hann til að svara.
- Rottan Bella lagði á flótta… og hljóp undir eldavélina.
- Í maga bangsans var plasthylki… sem datt á gólfið.
- Systkinin störðu á kubbinn og… svo hvort á annað.
- Á miðanum var lykilorðið skrifað… með skjálfandi hendi.
___________________________________________
15. Samheitagátan
Nemendur skoða samheiti nokkurra orða sem koma fyrir í smásögunni. Börnin tengja orðin fyrst saman og skrá samheitið á réttan stað í krossgátunni.
Lárétt:
- rúm - bæli
- búð - verslun
- nammi - sælgæti
- bíll - ökutæki
- skápur - hirsla
- föt - fatnaður
- miði - snepill
Lóðrétt:
- þjófur - ræningi
- íbúð - húsnæði
- bjarmi - ljóstíra
- spítali - sjúkrahús
- peningur - aur
- hrúga - haugur
- gluggatjöld - gardínur
- bók - rit
___________________________________________
16. Satt eða ósatt?
Nemendur rifja upp söguna og skoða hvort fullyrðingar í verkefninu eru sannar eða ósannar. Börnin haka við rétt svör og semja loks tvær fullyrðingar til viðbótar neðst á verkefnablaðinu.
Lausn:
- Amma Gógó býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík. Ósatt, hún býr ein og fjölskyldan hennar úti á landi.
- Daníel er að læra rafíþróttir í fjarnámi í fjölbrautaskóla. Ósatt, hann er bara 7 ára en langar til að gera það þegar hann verður eldri.
- Amma Gógó liggur veik á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Satt.
- Pabbi hafði áhyggjur því amma týndi gleraugunum sínum. Ósatt, hann og mamman hafa áhyggjur því peningarnir ömmunnar eru horfnir af bankareikningunum.
- Bitcoin er rafmynt sem er bara notuð er á netinu. Satt
- Daníel er 9 ára og langar að amma Lóló flytji heim til hans. Ósatt, Daníel er 7 ára og langar að amma Gógó flytji heim til hans. Hvergi er minnst á ömmu Lóló í sögunni.
- Mateo er hvít gæludýrarotta sem amma á. Ósatt, Mateo er nágranni ömmu.
- Bella er besta vinkona Sóleyjar og býr í sama húsi og afi Dódó. Ósatt, Bella er gæludýrarotta sem Mateo á. Hvergi er minnst á afa Dódó í sögunni.
- Amma Gógó á margra ára birgðir af allskonar smákökum. Satt.
- Gæludýrarottan leysti loks gátuna um týnda fjársjóð ömmu Gógóar. Satt.
___________________________________________
17. Lykilorðið
Gælurottan Bella leysti óvænt gátuna þegar plaststykki datt úr tuskubangsanum. Nemendur hjálpa systkinunum að komast í gegnum völundarhúsið og ná miðanum með lykilorðinu.
___________________________________________
18. Happaþrennan
Börnin teikna myndir af fjórum hlutum sem þau myndu vilja eignast ef þau ynnu stóran vinning á Happaþrennu. Seinni hluti verkefnisins er orðasafn. Nemendur finna nafnorð sem byrja á bókstöfum orðsins óskalisti.
Dæmi um lausn:
- ó: ól (no) - óska (so) - óþroskað (lo)
- s: sól (no) - sofa (so) - sætur (lo)
- k: korn (no) - kyssa (so) - kræklótt (lo)
___________________________________________
19. Mitt eigið framhald
Nemendur semja sitt eigið framhald á smásögunni og myndskreyta.
Comments are Closed