Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Jónas ísbjörn og jólasveinarnir – miðar

Prentaðu miðana út og klipptu niður. Þegar barn hefur lokið við að lesa bókina Jónas ísbjörn og jólasveinarnir fær það miða til að líma inn í þátttökuskjalið sitt í Ljósaseríulestrarklúbbnum.

Smelltu á bláa reitinn hér til vinstri til að sækja PDF eintak af skjalinu.

Tuttugu bóka umbun

Þegar nemendur hafa lokið við að lesa 20 bækur í Ljósaseríunni er tilvalið að gefa þeim persónulegt bókamerki með ljósmynd og nafni. Hægt er að vinna með PDF skjalið í PDFescape, Sedja.com og fleiri forritum. Einnig er hægt að leyfa börnunum að teikna sjálfsmynd í bókamerkið áður en það er plastað.

Smelltu á bláa hnappinn hér ofar til að sækja PDF eintak af bókasafnskortinu.

Fimmtán bóka umbun

Þegar nemendur hafa lokið við að lesa 15 bækur í Ljósaseríunni er tilvalið að umbuna þeim með 60 mínútna spila- og/eða tölvupassa á skólasafni. Umbunin er í formi stimpilkorts sem gildir einnig fyrir næstu 10 bækur (16 – 25). Tilvalið er að plasta stimpilkortin og merkja þau. Þegar barn hefur notað spilaumbunina má gata í stóru hvítu stjörnuna neðst í hægra horni. Reitir 20 og 25 eru stjörnumerktir og gefa næstu umbun til kynna.

Smelltu á bláa hnappinn hér ofar til að sækja PDF eintak af stimpilkortinu.

 

 

 

Tíu bóka umbun

Þegar nemendur hafa lokið við að lesa 10 bækur í Ljósaseríunni er tilvalið að gefa þeim persónulegt bókasafnskort til að nota á skólasafni. Í hvíta reitinn er þá límt strikamerki úr límmiðaprentara.

Smelltu á bláa hnappinn hér ofar til að sækja PDF eintak af bókasafnskortinu.

 

Fimm bóka umbun

Þegar nemendur hafa lokið við að lesa fimm bækur í Ljósaseríunni er tilvalið að gefa þeim bókamerki. Í reitina geta þau skráð dagsetninguna sem þau klára bækurnar, fengið stimpil eða jafnvel fengið að velja sér límmiða.

Reitir 10 og 15 eru stjörnumerktir sem gefur fleiri lestrarumbunanir til kynna. Smelltu á bláa hnappinn hér ofar til að sækja PDF eintak af bókamerkinu.

Spurningar – Hundurinn með hattinn

Bókin Hundurinn með hattinn er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Guðna Líndal Benediktssyni, og myndhöfundi, Önnu Baquero, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Spurningabókamerkið samanstendur af 20 spurningum og hugsað sem kennslugagn fyrir safnakennara, íslenskukennara, sérkennara, ÍSAT kennara og aðra sem efla vilja lestur og lesskilning ungra lesenda. Bókamerkið er sett upp sem fjórbrot en einnig má nýta það á bæklingsformi í stærðinni A5. Aftan á bókamerkinu gefst nemendum færi á að gefa bókinni umsögn og stjörnur. Best er að prenta spurningabókamerkið/bæklinginn út í 100% stærð. Leslykil, með svörum við spurningunum, má nálgast hér.

Hundurinn með hattinn

Bókin Hundurinn með hattinn er ein af barnabókaperlum Ljósaseríunnar og gefin út af Bókabeitunni. Höfundi, Guðna Líndal Benediktssyni, og myndhöfundi, Önnu Baquero, eru færðar kærar þakkir fyrir að veita Bókabeitunni og Kennaranum.is góðfúslegt leyfi til að vinna með texta og myndir.

Leslykillinn samanstendur af 20 spurningum og svörum og hugsaður sem margnota kennslugagn fyrir safnakennara, íslenskukennara, sérkennara, ÍSAT kennara og aðra sem efla vilja lestur og lesskilning ungra lesenda. Efnið er ekki hugsað sem dreifildi til nemenda sjálfra en nálgast má spurningarnar upp úr bókinni hér. Leslykillinn sjálfur er á bæklingsformi, í þríbroti og best að prenta hann út í 100% stærð.

Bókaklúbbur Ljósaseríunnar – fjólublátt þátttökuskjal

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi.

Prentaðu beggja vegna á blaðið og brjóttu eftir miðju til að útbúa þátttökuskjal í A5 broti.

Bókaklúbbur Ljósaseríunnar – Appelsínugult þátttökuskjal

Smelltu á bláa reitinn hér að ofan til að sækja gagnið á PDF formi.

Prentaðu beggja vegna á blaðið og brjóttu eftir miðju til að útbúa þátttökuskjal í A5 broti.

Funi og Alda falda – Miðar

Prentaðu miðana út og klipptu niður. Þegar barn hefur lokið við að lesa bókina Funi og Alda falda fær það miða til að líma inn í þátttökuskjalið sitt í Ljósaseríulestrarklúbbnum.

Smelltu á bláa reitinn hér til vinstri til að sækja PDF eintak af skjalinu.