Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Dreifildi Kennarans

 dreifildi_bannerar Námsspil

Dreifildi Kennarans samanstanda af margskonar gögnum til að nota í kennslu s.s. uppsettum margföldunartöflum, lesskilningsverkefnum, söngvasöfnum, málsháttaveggjum, námsspilum, þrautablöðum og bingóspjöldum svo dæmi séu tekin.

Þessi liður útgáfunnar er að stíga sín fyrstu skref og spennandi tímar framundan. Sá möguleiki er fyrir hendi að setja upp persónuleg gögn fyrir ákveðna námshópa. Orð eru til alls fyrst svo lumir þú á góðum hugmyndum fyrir gagnabankann skaltu endilega vera í bandi, kennarinn123@gmail.com.

Námsspil

Námspilasafn Kennarans inniheldur margskonar spil til að nota í kennslu barna á öllum skólastigum. GEFA-TAKA er dæmi um slíkt og stefnt er að því að koma upp dágóðum banka af þeim auk fleiri tegunda borðspila.

Kvikmyndir

Kvikmyndasafn Kennarans er verkefnabanki í kvikmyndalæsi þar sem nemendur leysa verkefni í kjölfar áhorfs á kviku efni. Sjá nánar um kvikmyndalæsi.

Málshættir

Málsháttasafn Kennarans er sett fram sem nokkurs konar þemaveggir. Um er að ræða 9 málshætti á jafnmörgum A4 blöðum sem saman mynda vegg. Tilvalið er að prenta málsháttaveggina út og hengja víðs vegar upp.

Kennslugögn 

Námsgagnasafn Kennarans samanstendur af fjölbreyttum kennslugögnum til að nota í starfinu. Sem dæmi má nefna margföldunartöflur, 1-100 töflur, bókamerki, skipulagsgögn og fleira.

Lestrarhefti

Í mánaðarlegum lestrarheftum Kennarans gefur að líta fjölbreytta lestrarspretti fyrir 3. – 7. bekk í lit og svarthvítu. Hvert lestrarhefti samanstendur af 8 síðna efni sem tilvalið er að hefta saman í lítinn bækling.

Lesskilningsverkefni

Lesskilningsverkefni Kennarans eru af ýmsum toga og flokkast í Lestur og skilningur þar sem unnið er að efni upp úr fótboltabókum Gunnars Helgasonar og fleiri sögum, Hlustun og skilningur sem meðal annars er byggt á söngleikritum Leikhópsins Lottu, og Áhorf og skilningur sem er í vinnslu.