Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Jóladagatal Kennarans

now browsing by tag

 
 

4. desember – Jóladraumur

Jóladraumur

Það þarf vart að kynna sögu Charles Dickens um fúllynda nískupúkann Ebenezer Scrooge sem heimsóttur var af öndum þess liðna. Karlgreyið fékk að kenna á því en batnandi mönnum er best að lifa. Sagan er nokkuð löng og á vef Hlusta.is má nálgast hana í 7 hljóðfælum sem eru á bilinu 10-20 mínútna langir. Enda þótt efnið sé sett fram sem fjórða sagan í jóladagatalinu er kjörið að deila henni á nokkra nestistíma á aðventunni samhliða styttri sögum.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Spurningagerð þar sem nemendur útbúa sjálfir spurningar upp úr efninu, stafsetningarverkefni, ritun og hugtakakort. Hægt er að vinna meira með spurningarnar sem safnast í fyrsta verkefninu og sem dæmi að láta nemendur víxla blöðum og svara spurningum hvers annars í stílabók. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í réttri prentupplausn þarf að velja skjalið 4. desember – Jóladraumur PDF.

Myndaskrá:

Jóakim Aðalönd: http://img11.deviantart.net

joladraumur-01 joladraumur-04 joladraumur-02 joladraumur-03

 

 

 

 

3. desember – Góður vilji

3. desember

Svo mikið er víst að jólagleðin fæst ekki fyrir peninga. Sagan fjallar um unga fatlaða saumastúlku sem vill gleðja alla í kringum sig en hefur ekki bolmagn til að kaupa jólagjafir. Hún býr í sama húsi og barnmörg ekkja en þrátt fyrir auraleysi nær hún að gefa henni hina fullkomnu jólagjöf.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Beinar efnisspurningar, hlustunargátlisti, völundarhús og ritunarverkefni. Orðin í hlustunargátlistanum koma fyrir í réttri röð en mislangt á milli þeirra. Fyrst koma orðin í fremsta dálkinum, þá miðdálkinum og loks þeim síðasta líkt og örvarnar sýna. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í réttri prentupplausn þarf að velja skjalið 3. desember – Góður vilji PDF.

Myndaskrá:

godur_vilji-01 godur_vilji-04godur_vilji-02 godur_vilji-03

2. desember – Bryddir skór

2. desember

Bryddir skór fjallar um ungan farkennara sem staddur er á bæ að mennta syni húsbóndans. Allir hrífast af þessum unga manni og meðal annars efnuð eldri piparmey og kornung vinnukona. Sagan er heldur í þyngri kantinum hvaða orðaforða varðar en gefur að sama skapi mörg tækifæri til að ræða hvað tungumálið hefur breyst og útvikka skilning nemenda alveg niður í 1. bekk.  Verkefnin eru í takt við það en yngstu bekkirnir geta þó teiknað mynd af baðhúsinu, rætt um orðin og orðatiltækin, og notað orð af eigin vali í binógið.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Beinar spurningar með orðum og orðatiltækjum, óútfyllt orðasúpa, óútfyllt bingó og Skriftarrenningar til að nota í orðasúpu og bingó. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í réttri prentupplausn þarf að velja skjalið 2. desember – Bryddir skór PDF.

bryddir_skor-01 bryddir_skor-04bryddir_skor-02 bryddir_skor-03

1. desember – Babúska

1. desember

Babúska er fyrsta ævintýrið í jóladagatali Kennarans og vefsins Hlusta.is. Babúska fjallar um gamla konu sem gefur sér ekki tíma til að fara með þremur gömlum mönnum að heilsa upp á nýfætt Jesúbarnið. Hún sér þó eftir því og fer á eftir þeim en hvernig sem hún leitar finnur hún ekki barnið. Hún finnur þó mörg börn í leit sinni og gerir það að vana sínum að skilja gjöf eftir hjá þeim.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Beinar spurningar, völundarhús, orðasúpa og babúska til að lita. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í réttri prentupplausn þarf að velja skjalið 1. desember – Babúska PDF.

 Myndaskrá:

1_babuska-01 1_babuska-041_babuska-02 1_babuska-03