Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Lesskilningur

fraegt_folkLesskilningsverkefni Ásdísar H. Haraldsdóttur um frægt fólk er aðgengilegt og gott efni til að vinna með nemendum sem eru komin aðeins áleiðis í lestri og skrift. Hvert verkefni er ein blaðsíða með stuttum lestexta og 4-5 efnisspurningum sem svara þarf með heillri setningu. Fínt til að leggja inn stóra stafi og punkta.

 

 

 

 

 

Lesskilningsverkefni Eddu útgáfu koma mánaðarlega út með Disney bókunum. Verkefnin eru byggð á aðferðum Byrjendalæsis og henta vel fyrir skólahópana í leikskólunum og fyrstu árunum í grunnskóla. Hver lesskilningspakki samanstendur af 8 blaðsíðum.

 

 

 

 

 

Kennarinn gefur út 4 lesskilningsverkefni við fótboltabækur Gunnars Helgasonar. Um er að ræða 32 síðna hefti til að fjölfalda. Námsefnispakkarnir eru einkum hugsaðir fyrir miðstig og til að ná til þeirra sem þurfa á auknum lestri og lesskilningi að halda.