Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Almanaksbókin

Almanaksbókin er lifandi verkefnabók án ártala og því tímalaus ef svo má segja. Verkefnið hófst í janúar 2016 og því lýkur skólaárið 2016-17. Hér finnur þú ýmsan fróðleik um mánuði, daga og vikur á einum stað, og getur prentað út fjölbreytt verkefni til að vinna með nemendum. Einnig verða sett upp skjöl sem hægt er að nota í kennsluskipulaginu eða til að lífga upp á skólastofuna. Þannig fylgja sem dæmi alltaf flögg með mánaðarheitunum sem hægt er að klippa út, festa á band og hengja upp. Reikna má með því að verkefnagrunnur Almanaksbókarinnar vaxi og dafni með ári hverju og því tilvalið að safna þeim saman. Fyrir áhugasama má prenta út forsíður á bókina hér. Með ósk um góða skemmtun og gleðilegt starfsár!