Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Orðakubbar

logo_ordakubbar

 

Flokkurinn Orðakubbar er skemmtileg leið til að efla orðaforða nemenda. Hver námsefnispakki inniheldur þematengd orð sem prenta þarf út, plasta og hengja upp í skólastofunni. Orðakubbarnir innihalda ýmist þriggja, fjögurra eða fimm stafa orð og mynda ferning sé þeim raðað rétt upp. Orðakubbur byggður á þriggja stafa orðum inniheldur eingöngu þrjú orð t.d. örn – lóa – önd og þannig hafa nemendur 9 stafi til að vinna með. Orðakubbur byggður á fjögurra stafa orðum inniheldur 16 stafi til að vinna með og fimm orða kubbar innihalda 25 stafi. Sami stafur getur komið oftar en einu sinni fyrir í Orðakubbnum. Vinna má með námsefnið á martvíslegan hátt, dæmi:

  • Setja Orðakubbinn upp þannig að orðin í honum sjáist. Nemendur mega nota hvern staf einu sinni til að finna ný orð í kubbnum og skrá á verkefnablað.
  • Setja Orðakubbinn upp þannig að búið er að rugla orðunum. Nemendum gefin vísbending um hvað er verið að vinna með, t.d. fuglategundir, og þeir finna orðin.
  • Velja eitt orð úr kubbnum (fuglategund, sagnorð, rímorð, …) og vinna ritunarverkefni eða meðfylgjandi verkefnablöð hverju sinni.

Smelltu á myndirnar til að nálgast verkefnapakkana

 villt_spendyr_forsida-01fuglar_forsida_m_ramma-01